Laugardagurinn 19. janúar 2019

Fræðslufyrirlestur um "sexting" og hefndarklám

Þriðjudaginn 3. febrúar verður Þórdís Elva Þorvaldsdóttir með fræðsluerindi um "sexting" og hefndarklám í sal skólans kl. 20.
Erindið er fyrir alla foreldra og við hvetjum sérstaklega foreldra barna 11 ára og eldri til þess að mæta.

„Ber það sem eftir er: Um sexting, hefndarklám og netið" er fræðsla fyrir foreldra um öryggi barna í stafrænum samskiptum. 

Lesa >>

Prenta | Netfang

Þorradagur, 23. janúar 2015

Picture13

Samkvæmt gamalli hefð höldum við upp á þorrann á morgun föstudaginn 23. janúar í Hólabrekkuskóla. Því hvetjum við alla til að mæta í einhverju þjóðlegu, t.d. lopapeysu, ullarsokkum, með svuntu, hyrnu, lopahúfu og fléttum hárið. Þeir sem eiga íslenskan búning ættu að nota tækifærið og klæða sig uppá.
Öllum verður boðið að smakka hefðbundinn þorramat í hádeginu.

Prenta | Netfang

Hafragrautur alla morgna

Nemendum skólans er boðið upp á hafragraut á hverjum morgni kl. 08:15, þeim að kostnaðarlausu. Mörg barnanna nýta sér það og er það von okkar að enn fleiri nemendur bætist í hópinn.
mynd hafragrautur 15
Mynd: KKH

Lesa >>

Prenta | Netfang