Miðvikudagurinn 17. október 2018

Piparkökuhúsakeppnin 2014

Breytt dagsetning: Piparkökuhúsakeppni Hólabrekkuskóla verður haldin föstudaginn 10. desember. Skila þarf inn húsum eigi síðar en kl. 10:00 þann dag.
Keppt verður í tveimur flokkum a) heimabakað  b) aðkeypt hús. Verðlaun verða veitt fyrir bestu húsin að mati dómnefndar fyrir: frumleika/hugmyndaflug, vandvirkni, glæsileika og útfærslu. Þátttaka tilkynnist á skrifstofu skólans, í s. 411-7550, eða í gegnum netfangið;  This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. Þetta tölvupóstfang er varið með ruslpóstssíu. JavaScript verður að vera virkt í vafranum þínum til að póstfangið sjáist. merkt: Piparkökuhús
a_gingerbread_house_decorated

Prenta | Netfang

40 ára afmæli skólans

Í tilefni af 40 ára afmæli skólans eru þemadagar hjá okkur, dagana 26. - 28. nóvember 2014. Í dag miðvikudag var öfugidagurinn, nemendur og starfsmenn mættu í fötunum á röngunni eða jafnvel í krummaskóm og sumir gengu afturábak. Á morgun fimmtudag verður hattadagur, allir að mæta með hattinn sinn. Á föstudaginn er litadagur, allir að mæta í fánalitum skólans sem er hvítur og blár. Laugardaginn 29. nóvember höldum við hátíðlega upp á afmæli skólans með pompi og prakt. Við vonumst til að sem flestir komi og við njótum dagsins saman frá kl. 11.00-14.00.
Bodskort afmæli Holabrekkuskoli 40 ara 2014 29nov
smelltu á boðskortið til að stækka  
Kær kveðja frá okkur öllum í Hólabrekkuskóla.

Prenta | Netfang