Laugardagurinn 26. maí 2018

Uppeldi til ábyrgðar - Stjórnun

Stjórnun

5 aðferðir til að stjórna.

Starfsfólk skólans lærir um eftirtaldar leiðir. Eldri nemendum eru líka kenndar þessar leiðir, bæði til þess að þeir viti hverju megi búast við af kennara sem og til að kenna þeim að umgangast aðra.

1 Refsing
2 Sektarkennd
3 Gylliboð
4 Reglufesta
5 Uppbygging

UTA_Stjornun_Page_1
smelltu á myndina

Við forðumst að beita fyrstu þrem aðferðunum. Fjórða aðferðin er notuð til vara. Reynt er að nota sem mest fimmtu aðferðina.1 Refsing

Hinn fullorðni æpir og bendir. „Gerðu eins og ég segi, annars hefur þú verra af...". Barnið er hrætt til hlýðni eða lærir mótþróa. Finnur jafnvel leiðir til að fela brot og gæti gert uppreisn.

2 Sektarkennd

Hinn fullorðni predikar og hneykslast. „Ætlar þú að skemma fyrir öllum ?", „þú áttir að vita betur". Ekki er beitt reiði eins og „refsarinn" gerir, heldur svipbrigðum og tón í röddinni. Barnið lærir að fela eða neita. Í versta falli lærir barnið að kenna sjálfu sér um margt, sem veldur lágu sjálfsmati.

3 Gylliboð

Hinn fullorðni veitir verðlaun eða vinskap til þess að hafa áhrif á barnið. „Gerðu þetta fyrir mig", „ef þú gerir þetta þá skal ég..". Barnið verður ósjálfstætt og verður háð vinskap ákveðinnar manneskju eða verðlaunum. Þetta hefur ekki neikvæð áhrif á barnið, en kemur í veg fyrir uppbyggingu sjálfsaga.

4 Reglufesta

Hinn fullorðni spyr nemanda eða bendir á hver reglan er. „Hver er reglan ?", „Reglan er svona .... getur þú farið eftir því ?". Jafnvel er bent á afleiðingar: „ef þú ferð ekki eftir þessu verð ég að....". Hinn fullorðni er yfirvegaður og er sérstaklega meðvitaður um svipbrigði og tón. Nemandi lærir að fylgja reglum.

5 Uppbygging

Hinn fullorðni spyr um gildi: „Hvernig viljum við koma fram við hvert annað hér í skólanum ?" , „Hvers konar manneskja vilt þú vera ?", „Hvernig getur þú lagfært þetta ?". Nemandi lærir sjálfsvirðingu og virðingu fyrir öðrum . Hann lærir að leysa mál, öðlast sjálfsöryggi og sjálfsaga.Munur á refsingu og reglufestu:

Þegar reglufestu er beitt er nemanda bent á reglur. Nemandinn þekkir reglurnar eða fær útskýringar á þeim. Nemandinn upplifir þær sem nokkurn veginn sanngjarnar. Viðurlög eru líka þekkt, þannig að fátt ætti að koma nemandanum á óvart. Hinn fullorðni leggur sig fram við að koma fram af yfirvegun.

Refsing er frekar búin til á staðnum. Hinn fullorðni er jafnvel sjálfur í uppnámi og beitir reglum og viðurlögum á tilviljanakenndari hátt. Nemandi upplifir hugsanlega mikið óréttlæti. Öfugt við fyrirsjáanleika reglufestunnar er ófyrirsjáanleikinn til staðar við beitingu refsingar.Rekja á milli

Helst viljum við nota uppbyggingu öllum stundum. Margir nemendur þurfa þó á reglufestu að halda á meðan sjálfsaginn lærist. Stundum gerum við það sem við köllum að „rekja á milli". Þá förum við fram og tilbaka á milli reglufestu og uppbyggingar eftir því hvar nemandinn er staddur.

Prenta | Netfang

Uppeldi til ábyrgðar - Þarfir

Þarfir
(Byggt á kenningum William Glasser)

Öll höfum við ákveðnar grunnþarfir sem við leitumst við að uppfylla:

Öryggi: Að hafa húsaskjól, mat, föt, líkamleg heilsu o.s.frv.
Umhyggja: Ást, vinskapur, taka þátt, náin kynni, félagsskapur.
Gleði: Ánægja, hlátur, leikur, grín.
Frelsi: Hreyfing, val, sjálfstæði.
Áhrif: Færni, árangur, mikilvægi, skipulag.

UTA_tharfir_Page_1
smelltu á mynd til að lesa meira

Þegar við náum að uppfylla þarfirnar á jákvæðan hátt í sátt við aðra, líður okkur vel. Ef það tekst ekki gerir vanlíðan vart við sig.

Prenta | Netfang

Uppeldi til ábyrgðar - Sjálfsagi

Sjálfsagi

Uppeldi til ábyrgðar leggur áherslu á „sjálfstjórnarkenningu" William Glasser. Samkvæmt henni stjórnast hegðun okkar „innan frá". Við veljum gjörðir okkar út frá þörfum okkar hverju sinni. Lögð er áhersla á að nemendur læri að taka réttar ákvarðanir. Mistök eru hluti af því að þroskast. Við viljum hjálpa nemendum að leiðrétta mistök sín og eflast um leið.

Að læra sjálfsaga getur tekið tíma. Sumir nemendur þurfa meira aðhald en aðrir. Á sama tíma og við gefum nemendum svigrúm til að læra og nota sjálfsaga, höfum við reglur skýrar. Reglufestunni beitum við þegar nemendur eru ekki tilbúnir til þess að stjórna sér sjálfir.

Í raun má segja að vit gefum nemendum svigrúm til að athafna sig, en höfum þó rammana skýra fyrir þá sem það þurfa.

 

Dr_William_Glasser2

Mynd tekin af netinu: Doktor William Glasser

Prenta | Netfang