Miðvikudagurinn 20. júní 2018

Gjöf frá Íþrótta- og ólympíusambandinu

ibr mynd
Í dag 20. nóvember fékk Hólabrekkuskóli viðurkenningarskjal og góða gjöf frá Íþrótta- og ólympíusambandi Íslands fyrir þátttöku í Göngum í skólann verkefninu. Gjöfin var dót sem mun nýtast í sundkennslu skólans. Við þökkum góða gjöf.

Prenta | Netfang

Vinaliðafrímínútur

VL  Mánudaginn 24. nóvember er foreldrum, forráðamönnum og öðrum skemmtilegum velunnurum skólans boðið að koma og taka þátt í vinaliðafrímínútum á skólalóðinni
milli kl 9:50 og 10:10.

Þar verður eins og venjulega gleði og gaman, leikir og fjör.

Prenta | Netfang

Samstarfsdagur og foreldrasamtöl

Mánudaginn 17. nóvember er samstarfsdagur eins og fram kemur á skóladagatali.
Engin kennsla er þann dag.
Álfheimar og Hraunheimar (frístundaheimili) verða opin allan daginn fyrir þau börn sem þar dvelja.

muffins-01

Á foreldradegi verða
nemendur í 10. bekk
með kaffi- og kökusölu til styrktar útskriftarferðar sem áætlað er að fara í vorið 2015.

Þriðjudaginn 18. nóvember verður foreldradagur samkvæmt skóladagatali. Þá fellur niður öll kennsla en kennarar verða með fastan viðtalstíma fyrir foreldrabarnanna. Álfheimar og Hraunheimar (frístundaheimili) verða opin allan daginn fyrir þau börn sem þar dvelja.

Kennsla hefst aftur samkvæmt stundaskrá miðvikudaginn 19. nóvember.

Prenta | Netfang