Fimmtudagurinn 13. desember 2018

Spurningakeppnin Nema hvað? 2015

mynd Nema hvad 2015
Mynd: Lið Hólabrekkuskóla ásamt kennurum og skólastjóra, frá vinstri; Páll Þórsson, Heimir Páll Ragnarsson, Hólmfríður G. Guðjónsdóttir, Eiríkur Jóhannsson, Bjarni Þorsteinsson og Ásgrímur Albersson, á myndina vantar Sævar Atla Magnússon.

Lið Hólabrekkuskóla tók nú á mánudaginn þátt í fyrstu umferð Nema hvað? spurningakeppni grunnskólanna. Um 40 lið eru skráð til keppni og fer lið Hólabrekkuskóla áfram í næstu umferð sem stefnt er á að fari fram í mars.

Okkar menn öttu kappi við Langholtsskóla og stóðu sig frábærlega, höfðu betur 12 – 4 í skemmtilegri keppni. Reyndar stóð til að skólarnir sem kepptu á mánudag yrðu þrír en lið Kópavoggskóla lét ekki sjá sig.

Lið Hólabrekkuskóla skipa Bjarni Þorsteinsson í 82, Eiríkur Jóhannsson í 102, Heimir Páll Ragnarsson í 82 og Sævar Atli Magnússon í 91.

Prenta | Netfang

Nema hvað? 2015

nh_logo_litidÍ dag, 2. febrúar kl. 16:00

Lið Hólabrekkuskóla keppir í dag, mánudaginn 2. febrúar í spurningakeppninni Nema hvað? Keppnin er kl. 16:00 hér í hátíðarsal Hólabekkuskóla og keppum við gegn Kópavogsskóla og Langholtsskóla. Áhorfendur velkomnir.

Prenta | Netfang