Laugardagurinn 19. janúar 2019

Hólabrekkuleikar og íþróttahátíð 2015

Dagana 28. og 29. apríl eru Hólabrekkuleikar og íþróttahátíð 

mynd holaleikar 2015 3
Leikarnir byggja á kenningum Howard Gardners um fjölgreind þar sem lögð er áhersla á fjölbreytileg verkefni, þar sem allir nemendur geta eitthvað en enginn getur allt. Sjá upplýsingar hér

Rík áhersla er lögð á að nemendur sem vinna saman í liðum leggi sig fram við að skapa góðan starfsanda og sterka liðsheild. Þeir eiga að bera virðingu fyrir hæfileikum og getu hvers og eins innan liðsins enda gegnir hver og einn mikilvægu hlutverki. Hvatning og hrós eru nauðsynlegir þættir og jafnframt skilningur og umburðarlyndi.

Lesa >>

Prenta | Netfang

Grunnskólakeppni í sundi

Þriðjudaginn 21. apríl var grunnskólakeppni í boðsundi á vegum Sundsambands Íslands og sundfélags Hafnarfjarðar í Ásvallalaug í Hafnarfirði. Þetta var annað árið í röð sem þessi keppni er haldin og er planið að gera hana að árlegum viðburði. Keppt er í 8x 25m boðsundi í 5.-7. bekk og svo í 8.–10. bekk. Hólabrekkuskóli ákvað að taka þátt í ár og senda yngri sveit.
mynd sundmot 2015 1

Lesa >>

Prenta | Netfang

Skólahljómsveit Árbæjar og Breiðholts

mynd skolahljomsveitin i heimsokn
Fimmtudaginn 16. apríl var Skólahljómsveit Árbæjar og Breiðholts með stutta tónleika og kynningu á náminu fyrir nemendur í 2., 3. og bekk. Umsókn til skólahljómsveitarinnar fer í gegnum rafræna Reykjavík, sjá hér. Tónleikarnar voru mjög flottir, og áhugasamir áhorfendur. Við leyfum myndunum að tala sínu máli.

Lesa >>

Prenta | Netfang