Þriðjudagurinn 22. maí 2018

Badmintonmót

Miðvikudaginn 3. desember var haldið Badmintonmót hjá okkur í Hólabrekkuskóla. Keppendur voru nemendur í Badmintonvali skólans og var hart barist. Til úrslita léku tvíburabræðurnir Einar og Bjarni Sverrissynir sem æfa Badminton af krafti. Eftir harða baráttu sigraði Einar 21-19. Eimantas Steigvilas varð í 3. sæti og efst í kvennaflokki var Telma Dögg Jóhannsdóttir.
Allir fengu Powerade í verðlaun fyrir sína frammistöðu.
Badminton mynd 2014
Frá vinstri Telma, Eimantas, Bjarni og Einar.

Prenta | Netfang

Jólaföndur 2014

Laugardaginn 6. desember
verður árlegt jólaföndur í sal Hólabrekkuskóla milli klukkan 10-13. Við ætlum að eiga notalega stund saman, hlusta á jólatónlist og föndra fallegt og einfalt jólaskraut ásamt því að skreyta piparkökur.

Það sem þarf að koma með er:

  • Jólaskapið
  • Nál og tvinna (rauður/svartur/hvítur)
  • Skæri

BrailleChristmasCandyCanes

Það verður posi á staðnum fyrir jólaföndrið.

10. bekkur verður með kökusölu til styrktar útskriftarferðar árgangsins á næsta ári.

Við hlökkum til að sjá ykkur í jólastuði!
Stjórn foreldrafélagsins

Athugið að þetta er fjölskylduskemmtun og er ekki ætlast til að börnin komi ein.

Prenta | Netfang

Getraun á bókasafni skólans

Við ætlum að vera með skemmtilega getraun á bókasafni skólans í desember 2014. Allir mega taka þátt. Getraunin er; hvað eru margar bækur í jólatrénu? Dregið verður úr réttum svörum á þrettándanum, verðlaun í boði.

IMG 3601

Prenta | Netfang