Þriðjudagurinn 22. maí 2018

Hafragrautur alla morgna

Nemendum skólans er boðið upp á hafragraut á hverjum morgni kl. 08:15, þeim að kostnaðarlausu. Mörg barnanna nýta sér það og er það von okkar að enn fleiri nemendur bætist í hópinn.
mynd hafragrautur 15
Mynd: KKH

Lesa >>

Prenta | Netfang

Fimmtudagsfræðslan

Opin fræðsla fyrir foreldra í Breiðholti annan hvorn fimmtudag.

Þjónustumiðstöð Breiðholts í samvinnu við Menntun Núna og Menningarmiðstöð Gerðubergs.

Ágætu foreldrar.
Hafið þið áhuga á að kynna ykkur styðjandi og árangursríkar leiðir í uppeldi? Er erfitt að fá börnin í háttinn á kvöldin, til að vakna á morgnana eða að læra heima?
Guðný Júlía Gústafsdóttir og Þuríður Sigurðardóttir, félagsráðgjafar frá Þjónustumiðstöð Breiðholts kynna styðjandi leiðir og aðferðir og kynna PMTO foreldranámskeið í Gerðubergi fimmtudaginn 15. janúar kl. 17.00-18.30. Boðið er upp á afþreyingu fyrir börnin á bókasafni á meðan á fræðslunni stendur.
logo breidholt

Prenta | Netfang

Úrslit í jólasveinagetrauninni 2014

Þátttaka var óvenju lítil í jólasveinagetraun Skólasafns Hólabrekkuskóla 2014 sem ætluð er nemendum í 5. og 6. bekk.
Alls tóku 40 nemendur þátt þar af 33 úr 5. bekk en aðeins 7 úr 6 bekk.
Almennt gekk getraunin vel og voru margir með aðeins eina villu.
Tveir nemendur voru með allt rétt. Það voru þær:
Björt Brjánsdóttir í bekk 52 og
Hulda Guðjónsdóttir í bekk 52.

Prenta | Netfang