Laugardagurinn 19. janúar 2019

Laxnessfjöðrin afhent í Breiðholti

mynd laxnessfjodur 2015
Í Hólabrekkuskóla hlaut Blái hópurinn í íslensku viðurkenninguna fyrir verkefni sín.

Laxnessfjöðrin, viðurkenning sem veitt er 9. bekkingum fyrir framúrskarandi tilþrif á sviði ritlistar, var afhent 12. maí. Að þessu sinni tóku Hólabrekkuskóli og Fellaskóli þátt í ritlistarátaki sem lauk með afhendingu Laxnessfjaðrarinnar.

Lesa >>

Prenta | Netfang

Myndir frá Reykjaskóla

Reykir vor 2015 112
Nemendur 7. bekkjar voru í skólabúðunum á Reykjum, dagana 4.- 8. maí síðastliðinn. Ferðin var lærdómsrík og kom hópurinn heim samheldnari en áður ogreynslunni ríkari.

Myndir frá skólabúðunum má sjá hér.

Prenta | Netfang

Breiðholtsmótið í skák 2015-Birnubikarinn

Breiðholtsmótið í skák 2015 - Birnubikarinn fór fram á sal Hólabrekkuskóla miðvikudaginn 6. maí síðastliðinn. Sex skáksveitir frá fjórum grunnskólum voru mættar til leiks. Skák er kennd í öllum þessum skólum, á stundatöflu, sem valfag í unglingadeild eða í skákklúbbi eftir skólatíma.
Mynd Breidholtsmotid skak 2015 Birnubikarinn heimasida
Það er því mikil skákvirkni í grunnskólum Breiðholts um þessar mundir og ekki skemmir fyrir að hafa höfuðstöðvar Íslandsmeistaranna í Mjódd en skákfélagið Huginn heldur þar úti öflugri skákstarfsemi, m.a. eru barna- og unglingaæfingar alla mánudaga.

Lesa >>

Prenta | Netfang