Miðvikudagurinn 20. júní 2018

Breiðholtskeppni grunnskólanemenda í skák 2015

Breiðholtskeppnin í skák fer fram á sal Hólabrekkuskóla þriðjudaginn 12. maí.
mynd skakmot 2015
Mótið hefst klukkan 15:30 og stendur í um það bil tvær klukkustundir. Tefldar verða 6 umferðir með 7 mínútna umhugsunartíma. Mótið er ætlað skáksveitum skólanna í Breiðholti. Í hverri sveit skulu vera fjórir skákkrakkar á grunnskólaaldri. Hverjum skóla er heimilt að senda allt að fjórar sveitir. Keppt verður um nýjan bikar "Birnubikarinn", til heiðurs Birnu Halldórsdóttur fyrrum starfsmanns Hólabrekkuskóla sem lagði mikið af mörkum í þágu skákíþróttarinnar í skólanum. Mótið er unnið í samstarfi við Skákakademíu Reykjavíkur og tilkynnist þátttaka á netfangið This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. fyrir laugardaginn 8. maí.

Með skákkveðju,
frá Hólabrekkuskóla

Prenta | Netfang

Stelpur og tæknidagurinn 2015

Þriðjudaginn 28. apríl síðastliðinn var um eitt hundrað stúlkum úr 9. bekk Árbæjarskóla, Fellaskóla, Hólabrekkuskóla og Ölduselsskóla boðið í Háskólann í Reykjavík og í fjögur tæknifyrirtæki í tilefni “Girls in ICT Day”. Dagurinn er tileinkaður stúlkum og tækni og er haldinn hátíðlegur víða um Evrópu. Markmiðið var að kynna fyrir stúlkunum og vekja áhuga þeirra á ýmsum möguleikum í tækninámi og störfum. Að verkefninu standa Háskólinn í Reykjavík, Ský og Samtök iðnaðarins en verkefnið hefur hlotið styrk úr Framkvæmdasjóði jafnréttismála. Þótti dagurinn takast afbragðs vel og stúlkurnar mjög áhugasamar og ánægðar með daginn. 

stelpur og taekni mynd 2015 04

Lesa >>

Prenta | Netfang

Hólabrekkuleikar og íþróttahátíð 2015

Dagana 28. og 29. apríl eru Hólabrekkuleikar og íþróttahátíð 

mynd holaleikar 2015 3
Leikarnir byggja á kenningum Howard Gardners um fjölgreind þar sem lögð er áhersla á fjölbreytileg verkefni, þar sem allir nemendur geta eitthvað en enginn getur allt. Sjá upplýsingar hér

Rík áhersla er lögð á að nemendur sem vinna saman í liðum leggi sig fram við að skapa góðan starfsanda og sterka liðsheild. Þeir eiga að bera virðingu fyrir hæfileikum og getu hvers og eins innan liðsins enda gegnir hver og einn mikilvægu hlutverki. Hvatning og hrós eru nauðsynlegir þættir og jafnframt skilningur og umburðarlyndi.

Lesa >>

Prenta | Netfang