Fimmtudagurinn 15. nóvember 2018

Skólakynning fyrir foreldra 5 ára barna

Skolaheimsokn2018
Smelltu á mynd til að opna bréfið


Kæri verðandi nemandi í Hólabrekkuskóla,

Þar sem þú ert að byrja í Hólabrekkuskóla í haust langar okkur að bjóða þér í heimsókn í skólann  miðvikudaginn 16. maí  kl. 14:00 – 16:00. Við hlökkum mikið til að fá þig í skólann og ætlum að vinna verkefni, lesa sögu, fara í frímínútur, borða nesti og sitthvað fleira.

Ef þú átt skóladót mátt þú taka það með þér, annars færðu það lánað hér í skólanum. Það er líka mjög gott að koma með hollt og gott nesti en það er mikilvægt ef þú ætlar að vera dugleg/ur í skólanum.

Lesa >>

Prenta | Netfang

Bækur á ýmsum tungumálum

Bokasafn 3
Á síðasta ári brydduðum við upp á þeirri nýbreytni að biðja starfsfólk skólans á faraldsfæti að koma með barnabækur frá því landi sem það heimsækir í stað þess að kaupa glaðning í fríhöfninni til að bjóða upp á á kaffistofu starfsmanna. Þetta hefur gefið góða raun og höfum við fengið bækur á: ensku, dönsku, pólsku, þýsku, spænsku, króatísku, hollensku, tyrknesku, víetnömsku, taílensku, japönsku og grænlensku. Þetta hefur komið sér vel þar sem uppruni nemenda er fjölbreyttur og viljum við stefna að því að eiga einhverjar bækur á móðurmáli sem flestra. Enn vantar mikið upp á sett markmið, en með hverri bók þokumst við nær. Einstaka bækur hafa borist frá velunnurum skólans, eins og bækur frá Víetnam og Japan.

Prenta | Netfang