Mánudagurinn 24. september 2018

Sumardagurinn fyrsti og samstarfsdagur

Sumark18
Smelltu á mynd til að stækka

Starfsfólk skólans óskar nemendum og fjölskyldum þeirra gleðilegs sumars og þakkar fyrir veturinn. Sumardagurinn fyrsti er lögbundinn frídagur og skólinn lokaður þann dag. Föstudaginn 20. apríl er samstarfsdagur, samanber skóladagatal. Engin kennsla þann dag.
Álfheimar og Hraunheimar verða opnir fyrir þau börn sem þar dvelja.

Kennsla hefst aftur samkvæmt stundaskrá mánudaginn 23. apríl.
Blom

Prenta | Netfang

Barnamenningarhátíð 2018

Holabrekka barnam2018
ÉG HEYRI SVO VEL

Atriðið okkar á Barnamenningarhátíð 2018 „Ég heyri svo vel“ verður í Fella- og Hólakirkju, miðvikudaginn 18. apríl kl. 09.00

Kór sem skipaður er 120 börnum úr 1. og 2. bekk Hólabrekkkuskóla syngur falleg sönglög eftir íslensku tónskáldin Kristjönu Stefánsdóttur, Ólaf Hauk Símonarson, Atla Heimi Sveinsson og Jón Ásgeirsson. Hljómsveit með nemendum og kennurum úr Tónskóla Sigursveins leikur undir. Verkefnið er ætlað að efla tónmennnt og vekja sönggleði barna í Fella- og Hólahverfinu og styðja farsælt samstarf nágrannaskólanna, Tónskóla Sigursveins og Hólabrekkuskóla. Diljá Sigursveinsdóttir hjá Tónskóla Sigursveins hefur stýrt verkefninu í samvinnu við kennara og stjórnendur Hólabrekkuskóla.

Prenta | Netfang