Miðvikudagurinn 21. febrúar 2018

Umferðaröryggi og endurskinsmerki

Endurskinsmerki á öllum!

Nú þegar skammdegið er skollið á þykir rétt að minna á mikilvægi endurskinsmerkja. Foreldrar eru hvattir til að setja endurskinsmerki á fatnað barna sinna. Þá er ekki síður mikilvægt að foreldrar noti þennan sjálfsagða og einfalda öryggisbúnað sér einnig til verndar. Sjáum til þess að börnin beri alltaf endurskinsmerki!

Umferð í nágrenni skólans er mikil. Við biðjum ykkur um að láta börn ykkar ganga í skólann og draga þannig úr bílaumferð og slysahættu við skólann. Brýnum fyrir börnunum að fara gætilega í umferðinni.

Tveir starfsmenn skólans sinna gangbrautarvörslu á þeim tímum sem vænta má að flestir nemendur skólans séu á leið til skóla og þegar mesta umferðin er. Forráðamenn sem fylgja börnum sínum eru beðnir um að vera þeim góð fyrirmynd með því að ganga á gangstéttum og gangbrautum.

Það er öryggisatriði að foreldrar/forráðamenn hleypi ekki börnum sínum út við Suðurhóla, hvorki við gangbraut né annars staðar þegar þeim er ekið í skólann á morgnana. Vinsamlegast notið bílastæði beggja vegna götunnar. - Allt fyrir öryggið!

 

Prenta | Netfang

Öndvegisbúðir, 6. bekkur

Ondv mynd1
Nemendur í 6. bekkjum allra skóla í Breiðholti: Breiðholtsskóla, Fellaskóla, Hólabrekkuskóla, Seljaskóla og Ölduselsskóla tóku þátt í Öndvegisbúðum í skólunum, dagana 14. - 15. nóvember 2017. Við í Hólabrekkuskóla buðum upp á margmiðlun, forritun og sköpun sem allt tengdist mismunandi notkun á tölvum. Nemendur bjuggu til vefsíður, prentuðu út í þrívíddarprentaranum, kóðuðu með Micro bit tölvunum, tóku þátt í verkefninu Klukkustund kóðunar og lærðu á tvíundarkerfi (binary numbers).

Ondv mynd2

Prenta | Netfang

Bíbí & Björgvin

Mynd 2 bibi BJ17 hs
Í dag, föstudaginn 10. nóvember 2017, var sýningin Bíbí & Björgvin sýnd á sal fyrir alla nemendur skólans. Allir nemendur skemmtu sér frábærlega og var mikið klappað, hlegið og sungið með. Við þökkum skemmtilega sýningu, sem var meiriháttar flott.

Mynd 1 bibi BJ17

Prenta | Netfang