Þriðjudagurinn 22. maí 2018

Stóra upplestarkeppnin 2018

storaupplestrarkeppnin2018
Í dag fimmtudaginn 1. mars ´18 var Stóra upplestrarkeppnin í Hólabrekkuskóla. Hún fór fram á sal skólans og 12 nemendur í 7. bekk tóku þátt. Keppendur voru búnir að æfa sig mjög vel fyrir keppnina bæði í skólanum og heima. Þeir stóðu sig allir með stakri prýði og var val dómnefndar erfitt. Þeir sem sigruðu keppnina voru Daníel Blær Þórisson b. 71, Ísabella Ósk Kristínardóttir b. 71 og Stefán Bogi Guðjónsson b. 73. Úrslitakeppni meðal Breiðholtsskólanna verður 22. mars og þá munu Daníel og Ísabella keppa fyrir hönd skólans okkar og Stefán Bogi verður til vara.

 

Prenta | Netfang

Lestrar Ólympíuleikar 2018

Olymiuleikar2018
Lestrar Ólympíuleikar, sjá kynningu hér.

Mánudaginn 19. febrúar voru Lestrarólympíuleikar Hólabrekkuskóla settir af stað við hátíðlega athöfn á sal. Þeir standa yfir til 16. mars. Nemendur lesa eins mikið og þeir geta á þeim tíma og er keppnin bæði milli einstaklinga og árganga. Nemendur fá skráningarblað sent með heim og þið eruð beðin um að skrá mínútur sem lesið er (lágmark 15 mínútur 5x í viku). Nemendur fá síðan stimpil á útprentað bekkjarblað þegar þeir hafa náð 60 mínútum í lestri (gildir bæði um skólalestur og heimalestur).

Við voum að þetta virki hvetjandi, bæði á nemendur og foreldra.

Skráningarblað til foreldra, sjá hér.

Prenta | Netfang

Notkun samfélagsmiðla

20180221 142041

Á meðan óveðrið geysaði í dag voru nemendur í 8. og 9. bekk að vinna að lífsleikniverkefni um eigin samfélagsmiðla- og tölvunotkun. Þeir komust að því að þeir nota flestir þessa miðla og tölvurnar mjög mikið og sumir höfðu orð á því að þeir vildu draga úr notkuninni. Þeir töluðu um kosti og galla miðlanna og kynntu fyrir kennurum og öðrum nemendum hvaða samfélagsmiðla þeir eru helst að nota og hvernig. Það kom svo í ljós að það er erfitt fyrir þá að taka sér hlé frá notkuninni, því að samfélagsmiðlarnir gefa þeim stig fyrir daglega notkun og þau stig missa þeir ef að þeir taka hlé.  

Prenta | Netfang