Fimmtudagurinn 21. september 2017

Fimmtudagurinn 4. maí er skertur skóladagur

Fimmtudagurinn 4. maí 2017 er samkvæmt skóladagatali skertur nemendadagur, nemendur eru búnir kl. 12:00 nema þeir sem eru í Álfheimum/Hraunheimum. Skóli hefst að venju kl. 08:30. Og kl. 10:10 er íþróttahátíð sem hefst með skrúðgöngu frá skóla að íþróttahúsi, þar verður íþróttadagskrá og uppgjör Hólabrekkuleikanna.

Prenta | Netfang

Foreldraverðlaun Heimilis og skóla 2017

Foreldraverðlaun Heimilis og skóla – landssamtaka foreldra voru afhent í 22. sinn 2. maí 2017 við hátíðlega athöfn í Safnahúsinu. Mennta- og menningarmálaráðherra, Kristján Þór Júlíusson, ætlaði að afhenda verðlaunin en var því miður veðurtepptur á Akureyri. Ásta Magnúsdóttir, ráðuneytisstjóri, kom í hans stað.

Veitt voru tvenn Hvatningarverðlaun 2017.

Dómnefnd ákvað að velja tvö verkefni og veita þeim Hvatningarverðlaun Heimilis og skóla árið 2017.
foreldrav2017
Mynd: Lovísa G. Ólafsdóttir, aðstoðarskólastjóri og Hólmfríður Birna Guðmundsdóttir, formaður foreldrafélags Hólabrekkuskóla með verðlaunin. Innilega til hamingju.

Annað þessara verkefna er samstarf foreldrafélaga í Breiðholti. Verkefnið hefur verið starfrækt frá árinu 2015 og undirstrikar það mikilvæga og góða starf sem felst í öflugu og góðu samstarfi milli foreldrafélaga innan ákveðins svæðis og það forvarnargildi sem í slíku samstarfi liggur. Í tilnefningu segir meðal annars: Í eins stóru hverfi og Breiðholtið er, skiptir miklu máli að foreldrar vinni saman og hefur þessi samvinna foreldrafélaganna ótvírætt jákvæð áhrif á samfélagið. Það er mat dómnefndar að foreldrafélög grunnskólanna í Breiðholti, sem samanstanda af fimm grunnskólum: Breiðholtsskóla, Fellaskóla, Hólabrekkuskóla, Seljaskóla og Ölduselsskóla, séu vel að þessari tilnefningu komin. Hér er um mikilvægt samstarf að ræða sem felur í sér forvarnargildi og jákvæð áhrif á nærsamfélag með hagsmuni foreldra, nemenda, skóla og samfélags að leiðarljósi.

Meira hér.

Prenta | Netfang