Laugardagurinn 19. janúar 2019

Öryggi barna í umferðinni

Í upphafi hvers skólaárs er nauðsynlegt að fara yfir þær umferðarreglur sem gilda fyrir gangandi og hjólandi vegfarendur til að leggja grunn að auknu öryggi nemenda í umferðinni. Sérstaklega er mikilvægt að huga vel að yngstu nemendunum en við skulum ekki gleyma að fræða þau eldri líka.

Starfsfólk Hólabrekkuskóla hefur alla tíð látið sig varða öryggi nemenda í umferðinni. Mörg umferðarverkefni hafa verið unnin í skólanum í gegnum árin til að stuðla að bættri umferðarmenningu og auknu umferðaröryggi og ætlum við að halda því áfram.

Þáttur heimilanna er mikilvægur í umferðarfræðslu og forvörnum sem felst meðal annars í því að sýna gott fordæmi. Til að styðja heimilin í þeirri viðleitni, býður skólinn fram gátlista sem foreldrar/forráðamenn geta stuðst við þegar þeir vinna með börnum sínum að því að tryggja sem best öryggi þeirra í umferðinni.

Gátlisti sem gott er að fara yfir með börnunum

Lesa >>

Prenta | Netfang

Norræna skólahlaupið

Miðvikudaginn 5. september verður Norræna skólahlaupið haldið í Hólabrekkuskóla. Hlaupið hefst kl. 08:45 og verður það ræst við hólinn á miðri skólalóðinni. Hlaupinn verður hringur um hverfið sem er 2.5 km að lengd og geta nemendur valið um að hlaupa 1-4 hringi. Þeir nemendur sem hlaupa 4 hringi fá nafn sitt birt á heimasíðu skólans. Við ætlum að hafa stóra klukku við rásmarkið, þannig að nemendur geta séð tímann sinn hafi þeir áhuga á því að vita hversu hratt þeir hlaupa sína vegalengd. Allir fá viðurkenningarskjal fyrir að hafa lokið hlaupinu en það verður afhent síðar.

Við vlijum því benda ykkur á að senda nemendur vel klædda fyrir útihlaupið og passa vel uppá skóbúnaðinn.

Hér má sjá hvernig hringurinn lítur út: https://www.strava.com/activities/686166708
Hér má sjá nánar um sögu norræna skólahlaupsins : http://isi.is/fraedsla/norraena-skolahlaupid/

Foreldrar og aðstandendur sem hafa áhuga á mega gjarnan hlaupa með.

Prenta | Netfang