Miðvikudagurinn 20. september 2017

Fatasóun

Fatasofnun2017
5. bekkur fékk það verkefni að kynna sér fatasóun í tengslum við umhverfisdaginn þann 25. apríl. Rauði krossinn kom og gaf öllum sérmerkta poka fyrir fatasöfnun sem þau fóru með heim og fylltu af fötum og skóm sem nýttust ekki lengur til af gefa bágstöddum. Starfsmaður Rauða krossins kom svo og tók við pokunum síðastliðinn föstudag af stoltum og vel upplýstum krökkum .

Bestu kveðjur, Unnur, Alla og krakkarnir

Prenta | Netfang

Kartöflur settar niður að vori

kart2017
Nemendur 6. bekkjar settu niður kartöflur á blíðviðrisdegi föstudaginn 5. maí 2017. Áralöng hefð er fyrir því í Hólabrekkuskóla að nemendur 6. bekkjar skólans læri um kartöfluna í náttúrufræði. Í tengslum við það setja þeir niður kartöfluútsæði að vori og taka upp kartöflur að hausti þegar þau hefja göngu sína í 7. bekk að sumarleyfi loknu.  Síðan mun heimilisfræðihópur 7. bekkjar matreiða gómsæta kartöflurétti í heimilisfræðitíma og bjóða með sér í árganginum.

Prenta | Netfang