Þriðjudagurinn 25. september 2018

8. bekkur, umhverfisdagur

Umhverfisdagur
Mynd: Gabija Gajauskaite, saumaði poka og gaf Hólmfríði skólastjóra.

Í tilefni af umhverfisdeginum fór 8. bekkur út að tína rusl í kringum skólann og hjá Hólagarði.
Nemendunum vannst vel og aðkoma að skólanum er mikið fallegri eftir daginn. Nemendur fengu lánaðar ruslatínur sem léttu þeim vinnuna.
Nokkrir nemendur saumuðu sér margnota poka úr gömlum gardínum í skólanum. Sjá fleiri myndir hér.

Prenta | Netfang

Reiðhjólahjálmar

Hjalmar gjof 2018
Mynd: Lovísa G. Ólafsdóttir aðstoðarskólastjóri og Helga Kristín Olsen umsjónarkennari

Góðir gestir frá Kiwanisklúbbnum Elliða komu færandi hendi í skólann nýverið og gáfu öllum 1. bekkingum hjálm. Helga Kristín Olsen tók við gjöfinni fyrir hönd foreldrafélagsins. Við þökkum kærlega góða gjöf. 

Prenta | Netfang