Mánudagurinn 20. nóvember 2017

Hólabrekkuskóli fær nýjan Erasmus+ styrk

Í dag var skrifað undir samning við Rannís vegna nýs Erasmus+ styrks. Að þessu sinni eru samstarfsþjóðirnar sex. Það eru Holland, Spánn, Grikkland, Finnland, Ítalía og Tékkland.

Við byrjum á kennarafundi í Hollandi, förum með nokkra nemendur til Ítalíu á nýju ári og tökum á móti nemendum og kennurum í vor. Ferðirnar til Spánar, Ítalíu, Grikklands og Tékklands eru svo allt ferðir með nemendum og kennurum og í Finnlandi verður kennarafundur í lokin eða í september 2019. Verkefnið stendur yfir í tvö ár. Við vonum að nemendur í unglingadeild og foreldrar þeirra taki vel í þetta verkefni og taki þátt í þessu með okkur. Kennarahópurinn sem mun sjá um þetta fyrir skólann mun funda á næstunni og í framhaldi af því geta nemendur óskað eftir að taka þátt í verkefninu. Allir sem sækja um fara í viðtal til kennaranna þar sem farið er yfir óskir nemenda og hvaða kröfur eru gerðar til þeirra sem taka þátt.

Lesa >>

Prenta | Netfang

Friðarfulltrúar Íslands heiðraðir í Höfða

Frétt af fréttamiðlinum vísir.is frá í sumar 2017:

Friðarfulltrúar Íslands heiðraðir í Höfða, nemendur okkar í þessum góða hópi
065424BDD058D40B2A3F320DB1A03150CC04B5D295370A244E7A1D7F89A9AA03 713x0
Mynd tekin af visi.is

Það er gott að fá hugmyndir frá ykkur um það sem við getum gert betur.“ Þetta sagði Eliza Reid forsetafrú þegar hún tók við skilaboðum til eiginmanns síns frá fyrstu friðarfulltrúum landsins, eins og unglingarnir voru titlaðir sem útskrifuðst í Höfða, friðarsetri, í gær eftir sumarnámskeið sem Höfði, borgin og HÍ sameinuðust um.

Einnig tóku Jón Atli Benediktsson, rektor HÍ og Líf Magneudóttir, forseti borgarstjórnar, við ábendingum um atriði sem þessir umboðsmenn friðar töldu til bóta. Meðal þess sem þar var á blaði voru hugmyndir um gróðurhús fyrir stúdenta svo fleiri gætu ræktað plöntur og að frímínúturnar í skólum yrðu gerðar lengri.

„Markmiðið er að efla friðarfræðslu meðal ungs fólks og auka tengsl barna á milli. Við völdum inn börn með alíslenskan bakgrunn yfir í börn sem eiga erlenda foreldra og komu til landsins í vetur. Vonum að öll upplifi sig ríkari af því að skilja aðra menningu en þá sem þau eiga að venjast og læra fleiri tungumál.“ lesa meira hér

Prenta | Netfang