Fimmtudagurinn 21. september 2017

Mótum okkur menntastefnu

Ný menntastefna fyrir Reykjavíkurborg fram til ársins 2030 er í mótun. Útgangspunktur hennar er barnið sjálft.
Menntastefna
Leitað er eftir samráði og þátttöku allra borgarbúa við gerð stefnunnar. Leitast verður við að ná fram skoðunum borgarbúa á því hvaða færni 18 ára einstaklingar eiga að hafa öðlast fyrir tilstuðlan skóla- og frístundastarfsins á árinu 2030.

Lesa >>

Prenta | Netfang

7. bekkur á Reykjum

7 b reykir 2017
Nemendur 7. bekkjar verða þessa viku, 22.  - 26.  maí 2017 í Skólabúðunum í Reykjaskóla. Þau lögðu af stað mánudaginn 22. maí ásamt kennurum sínum. Ferðalagið gekk vel og börnin byrjuðu strax að taka þátt í skipulagri dagskrá. Við hlökkum til að hitta þau aftur í vikulok og erum sannfærð um að þau muni eiga góðar minningar frá dvölinni.

 

Prenta | Netfang