Mánudagurinn 19. febrúar 2018

Piparkökuhúsakeppnin 2017

101843454 1280x720
Piparkökuhúsakeppni Hólabrekkuskóla verður haldin miðvikudaginn 6. desember. Skila þarf inn húsum eigi síðar en mánudaginn 4. og þriðjudaginn 5. desember. Keppt verður í tveimur flokkum a) heimabakað og skreytt b) aðkeypt hús og skreytt. Verðlaun verða veitt fyrir bestu húsin að mati dómnefndar fyrir; frumleika/hugmyndaflug, vandvirkni, glæsileika og útfærslu. Húsin þarf að sækja að keppni lokinni.

Þátttaka tilkynnist á netfangið: This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. eða í s. 411-7550.

Prenta | Netfang

Þakklæti til foreldrafélagsins - Legóveggur

23804318 10212052285755339 748100683 n

Skólabókasafn Hólabrekkuskóla fékk nýverið styrk til að koma upp Legóvegg á safninu. Í góðri samvinnu við foreldrafélag skólans og JG syni var veggnum komið upp og er óhætt að segja að þessi veggur verði í notkun alla daga, jafnt af yngri sem eldri nemendum. Við þökkum Jóhönnu Júlíusdóttur, bókasafnsfræðingi fyrir hugmyndina og alla vinnuna við að koma hugmynd í framkvæmd og foreldrafélaginu fyrir góðan stuðning og styrk.

Prenta | Netfang

Íslenskuverðlaun unga fólksins 2017

Isl mynd1 hs
Mynd: Nemendur okkar þau Helga Björg Þorsteindóttir, Mehmed Ari Veselaj og Áshildur Bærings Snæbjörnsdóttir með verðlaunin sín, ásamt Hólmfríði G. Guðjónsdóttur, skólastjóra, Katrínu Kristinsdóttur, íslenskukennara, Hönnu Júlíu Kristjánsdóttur, umsjónarkennara, Helgu Olsen, umsjónarkennara og Lovísu G. Ólafsdóttur, aðstoðarskólastjóra. Sjá frétt af vef Reykjavíkurborgar hér.

Íslenskuverðlaun unga fólksins í bókmenntaborginni Reykjavík voru afhent í ellefta sinn á Degi íslenskrar tungu miðvikudaginn 16. nóvember síðastliðinn og fór athöfnin fram í Norðurljósasal Hörpu. Sextíu og fimm grunnskólanemar tóku við Íslenskuverðlaunum að þessu sinni og óskum við þeim öllum til hamingju með verðlaunin.

Isl mynd2
Mynd: Nemendur okkar með frú Vigdísi Finnbogadóttur, forseta Íslands 1980-1996 og verndara verðlaunanna

Áshildur Bærings Snæbjörnsdóttir fyrir einstakan áhuga á lestri og bókmenntum og framúrskarandi árangur í lestri þrátt fyrir ungan aldur.

Helga Björg Þorsteindóttir fyrir að hafa góð tök á öllum þáttum íslenskunnar og sérstaklega næman skilning á bókmenntum.

Mehmet Ari Veselaj fyrir ritun sem skartar orðum sem glæða frásagnir hans lífi og gera þær litríkar og skemmtilegar.

Verndari verðlaunanna, frú Vigdís Finnbogadóttir fyrrverandi forseti Íslands, flutti ávarp við athöfnina og afhenti stoltum grunnskólanemendum verðlaunin sín. Íslenskuverðlaununum sem er úthlutað árlega í tilefni af Degi íslenskrar tungu er ætlað að auka áhuga grunnskólanema í Reykjavík á íslenskri tungu og hvetja þá til framfara í tjáningu í töluðu og rituðu máli.

Prenta | Netfang