Mánudagurinn 23. júlí 2018

Erasmus+ fundur á Íslandi

Núna í vikunni (frá 9. - 15. apríl) mun skólinn taka þátt í Erasmus+ fundi sem haldinn verður hjá okkur. Þemað í þessu verkefni er vísindi og listir og hjá okkur á að leggja sérstaka áherslu á náttúruna. Nokkrir nemendur og foreldrar þeirra hafa tekið að sér gestanemendur og munu sjá þeim fyrir mat og gistingu þessa vikuna sem við þökkum kærlega fyrir. Án samvinnu við heimilin gæti skólinn ekki tekið þátt í svona verkefnum. En við í skólanum erum búin að vera að undirbúa okkur fyrir þetta í nokkurn tíma og höfum tekið saman í myndband, verkefnin sem við höfum verið að vinna að. 

Youtube myndbandið okkar um umhverfislist

Prenta | Netfang

Erasmus+ ferð til Palermo - Sikiley (15. - 21. mars)

Þrír starfsmenn skólans og þrír nemendur úr 10. bekk tóku þátt í Erasmus+ fundi í Palermo á Sikiley núna rétt fyrir páska. Nemendur okkar gistu inni á heimilum nemenda í skólanum og kynntust þannig daglegu lífi fólksins mjög vel. Það var ströng dagskrá flesta daga, verkefnavinna og mikið um heimsóknir á söfn og í kirkjur. Nemendur fóru svo á ströndina flest kvöld, þó að veðrið hafi ekki verið upp á sitt besta. Ströndin er staðurinn sem unglingarnir fara á og þangað mæta allir. Eins og alltaf eru þessar ferðir ótrúleg upplifun fyrir alla þátttakendur, maður kynnist stöðunum út frá sjónarhóli heimafólksins og borðar það sem innfæddir eru stolltastir af að bera fram fyrir gestina. 

Í þessu verkefni eru sjö þjóðir. Ísland (Hólabrekkuskóli), Finnland, Ítalía, Spánn, Grikkland, Tékkland og Holland. Næsti fundur verður á Íslandi frá 9. til 15. apríl. 

IMG 20180318 WA0000

Prenta | Netfang

Páskaleyfi 2018

paskaleyfi holabrekkuskola 2016
Páskaleyfi nemenda hefst mánudaginn 26. mars, kennsla hefst að nýju að loknu páskaleyfi, þriðjudaginn 3. apríl samkvæmt stundaskrá.

Við í Hólabrekkuskóla óskum nemendum okkar og forráðamönnum þeirra gleðilegra páska. Við hlökkum til að fá nemendur í skólann eftir páskaleyfið.

The last day of school before Easter is today, Friday March 23th. School will resume as normal on Tuesday, April 3th. We wish all our students and their families a happy Easter and pleasant holidays.

Prenta | Netfang