Fimmtudagurinn 15. nóvember 2018

Útskrift 10. bekkinga, vor 2018

skolaslit2018 1
Fimmtudaginn 7. júní 2018 voru 10. bekkingar útskrifaðir frá skólanum við hátíðlega athöfn. Nemendur mættu ásamt fjölskyldum sínum og skólastarfsmönnum kl. 18.00 í hátíðarsal skólans. Alls útskrifuðust 45 nemendur, 17 piltar og 28 stúlkur. Athöfnin hófst á ávarpi og ræðu skólastjóra sem bauð alla viðstadda velkomna, kynnti dagskrá kvöldsins og þakkaði nemendum og foreldrum samstarfið. Nemendur fengu afhentan vitnisburð sinn ásamt góðum framtíðaróskum.

   
Myndir frá skólaslitum má sjá hér.

Lesa >>

Prenta | Netfang

Skólaslit 2018

Skólaslit verða hjá Hólabrekkuskóla fimmtudaginn 7. júní 2018. Nemendur mæta í sínar heimastofur kl. 08:50 /10:50 og ganga með umsjónarkennara á sal skólans. Að athöfn lokinni fara nemendur aftur í sínar skólastofur og taka á móti námsmati. Nemendur fara heim að skólaslitum loknum, ekki verður boðið upp á gæslu fyrir nemendur í 1. – 4. bekk. Nemendur í 10. bekk koma beint í hátíðarsal með aðstandendum sínum.

Fimmtudaginn 7. júní 2018 verða skólaslit sem hér segir:
1.– 4. bekkur kl. 09:00
5. – 9. bekkur kl. 11:00
10. bekkur kl. 18:00

bodsbref vor 10 B 2018 t f hs

Smelltu á boðsbréfið til að stækka

Prenta | Netfang