Mánudagurinn 24. september 2018

Góð gjöf til skólans / Dobry prezent dla szkoly

God gjof baekur hs
Frábær gjöf til bókasafnsins, smelltu á mynd til að stækka
 
Við sögðum frá því fyrir nokkru að starfsmenn og velunnarar bókasafnsins færðu safninu bækur í stað góðgætis á kaffistofu. Það kemur sér vel með okkar fjölbreyttu móðurmálsflóru.
Foreldri sem las fréttina hefur nú fært safninu 40 pólskar bækur. Þetta er kærkomin gjöf sem á eftir að nýtast vel.
Takk fyrir okkur kæra foreldri.

Niedawno ogłosiliśmy że pracownicy i miłośnicy książek,podarowali bibliotece książki zamiast słodkości. Przyda się zróżnicowanym językom. Rodzic który przeczytał wiadomość przyniósł 40 polskich książek.Jest to prezent,który będzie przydatny. Dziękujemy naszemu drogiemu rodzicowi.

Prenta | Netfang

Útivist og hreyfing, vor 2018

Hs utivist hs2
Smelltu á mynd til að stækka

Tuttugu sprækir krakkar í valfaginu útivist og hreyfing gengu á fjallið Keili miðvikudaginn 23. maí síðastliðinn. Fjallið er 379 m.y.s og var gangan í heild tæplega 10 km löng. Allir stóðu sig frábærlega í bröttu fjallinu og miklu roki. Sjá fleiri myndir hér.

 

Prenta | Netfang

Skólakynning fyrir foreldra 5 ára barna

Skolaheimsokn2018
Smelltu á mynd til að opna bréfið


Kæri verðandi nemandi í Hólabrekkuskóla,

Þar sem þú ert að byrja í Hólabrekkuskóla í haust langar okkur að bjóða þér í heimsókn í skólann  miðvikudaginn 16. maí  kl. 14:00 – 16:00. Við hlökkum mikið til að fá þig í skólann og ætlum að vinna verkefni, lesa sögu, fara í frímínútur, borða nesti og sitthvað fleira.

Ef þú átt skóladót mátt þú taka það með þér, annars færðu það lánað hér í skólanum. Það er líka mjög gott að koma með hollt og gott nesti en það er mikilvægt ef þú ætlar að vera dugleg/ur í skólanum.

Lesa >>

Prenta | Netfang