Mánudagurinn 20. nóvember 2017

Orðaauðgi / Orðatvenna vikunnar

Ordatvennna2
S
melltu á myndina til að stækka

Til að efla orðaforða og auka lesskilning nemenda ákvað læsisteymið að ákveðin verkefni yrðu unnin í öllum árgöngum skólans í vetur. Verkefnið köllum við Orðaauðgi. Verkefnið er þrískipt og er áætlað að hver hluti sé unninn í eina viku í senn. Fyrst er orðatvenna vikunnar. Í vikunni þar á eftir er unnið með málshátt eða orðtak og í þriðju vikunni er unnið með gullkorn.

Kennarar og starfsmenn skólans taka þátt í að nota þessi orð, sumir munnlega og aðrir skriflega. Mánaðarlega eru ný orð, málshættir og gullkorn valin og svo koll af kolli.

Lesa >>

Prenta | Netfang

Frammistöðumat, haust 2017

233c3836-69a2-4d9a-94c6-6aec5b9eada3 180 101
Smelltu á mynd, slóð að myndbandi, leiðbeiningar

Við viljum minna á að opnað var fyrir frammistöðumatið mánudaginn 25. september og því verður lokað aftur þann 3. október. Frammistöðumat gefur aukna möguleika á samstarfi nemenda, foreldra og skóla við mat á stöðu og líðan nemenda. Frammistöðumat gerir foreldrafundi markvissari og eykur samvinnu milli heimilis og skóla. Við óskum því eftir að þú/þið foreldrar/forráðamenn aðstoðið barn ykkar við að fylla út frammistöðumatið.

Prenta | Netfang

Samræmd könnunarpróf

Samræmd könnunarpróf 2017

Nú styttist í að nemendur í 4. og 7. bekk þreyti samræmd könnunarpróf.
Prófin eru rafræn og er því mikilvægt er að þeir hafi fengið tækifæri til að sjá umhverfið.
Gefin hafa verið út æfingapróf sem foreldrar geta skoðað heima með börnum sínum. Prófin eru hugsuð fyrir foreldra til að skoða og prófa kerfið sem börnin munu þreyta prófin á.
Farið er inn á prófin á síðu Menntamálastofnunnar:
https://mms.is/aefingaprof-fyrir-nemendur-og-foreldra

menta logo

Prenta | Netfang