Mánudagurinn 24. september 2018

Kamila hlaut Nemendaverðlaun skóla- og frístundaráðs Reykjavíkurborgar

Kamila
Nemendaverðlaun skóla- og frístundaráðs voru afhent við hátíðlega athöfn í Hólabrekkuskóla 29. maí 2018. Hólabrekkuskóli tilnefndi Kamilu Buraczewsku, nemanda í 10. bekk, fyrir framúrskarandi námsárangur, mikla virkni í frístundum og góða frammistöðu í íþróttum. Með náminu stundar hún krefjandi íþróttir, karate og fótbolta alla daga vikunnar. Kamila hefur verið til fyrirmyndar hvað varðar metnað í námi og í allri framkomu. Við óskum Kamilu innilega til hamingju með verðlaunin sín.

nemendaverdlaun2018

 

 

Prenta | Netfang

Textílmennt í 7. bekk

Fotask 1 hs
Smelltu á mynd til að stækka

Í 7. bekk gera nemendur fótskemil (fótahvílu)/lítinn koll í smíðatímum. Í textílmennt gera þeir áklæði (krosssaumur og bútasaumur) á fótskemilinn. Á myndinni er Alex í b. 72 með fótskemilinn sinn.

 

Prenta | Netfang