Fimmtudagurinn 21. september 2017

Nemendaverðlaun skóla- og frístundaráðs 2017

Nemendaverðlaun skóla- og frístundaráðs voru afhent við hátíðlega athöfn í Laugalækjarskóla 29. maí 2017. Þrjátíu og þrír nemendur fengu viðurkenningu fyrir að skara fram út í námi, virkni í skóla- og félagsstarfi og aðra frábæra frammistöðu á tilteknu sviði skólastarfs.
 
Sjá frétt á vef Reykjavíkurborgar hér.

Dunja
Hólabrekkuskóli tilnefndi Dunju Dagnýju Minic, nemanda í 3. bekk, fyrir framúrskarandi námsárangur, mikla virkni í frístundum og góða frammistöðu í íþróttum.

Lesa >>

Prenta | Netfang

Skólaslit 2017

Skólaslit verða hjá Hólabrekkuskóla miðvikudaginn 7. júní 2017. Nemendur mæta í sínar heimastofur kl. 08:50 /10:50 og ganga með umsjónarkennara á sal skólans. Að athöfn lokinni fara nemendur aftur í sínar skólastofur og taka á móti námsmati. Nemendur fara heim að skólaslitum loknum, ekki verður boðið upp á gæslu fyrir nemendur í 1. – 4. bekk. Nemendur í 10. bekk koma beint í hátíðarsal með aðstandendum sínum.

Miðvikudaginn 7. júní 2017 verða skólaslit sem hér segir:
1.– 4. bekkur kl. 09:00
5. – 9. bekkur kl. 11:00
10. bekkur kl. 18:00
bodsbref vorid17

Prenta | Netfang