Laugardagurinn 19. janúar 2019

Olympíuhlaup ÍSÍ í Hólabrekkuskóla

Miðvikudaginn 5. september síðastliðinn var Olympíhlaup ÍSÍ haldið við Hólabrekkuskóla. Þetta er nýtt nafn á hinu þekkta norræna skólahlaupi sem flestir þekkja. Í hlaupinu er farinn hringur um hverfið sem er 2.5 km langur og geta nemendur valið frá einum uppí 4 hringi (2.5 km til 10 km.) Við í Hólabrekkuskóla erum mjög stolt af okkar nemendum sem hlupu eins og vindurinn þennan dag og ansi margir sem náðu að klára 10 km. Nöfn þeirra má sjá hér fyrir neðan. Starfsfólk skólans og nokkrir foreldrar tóku einnig þátt og í einu tilviki þá skiptust foreldrar nemanda á a hlaupa með nemendanum sem kláraði fyrir vikið 10 km. 2 nemendur í 10. bekk, Erling Laufdal Erlingsson og Torfi Þór Róbertsson tóku svo uppá því að hlaupa einn aukahring sem er fáheyrt í sögu skólans. Kristján Helgi Karlsson 10. bekk var á besta tíma þeirra sem hlupu 10 km og var tími hans innan við 48 mínútur.

10 km hlauparar árið 2018 eru:

Lesa >>

Prenta | Netfang

Vetrarleyfi - Winter vacation, 18. - 22. október 2018

Vetrarleyfi Hólabrekkuskóla verður fimmtudaginn 18. október, föstudaginn 19. október og mánudaginn 22. október. Kennsla hefst aftur samkvæmt stundaskrá þriðjudaginn 23. október.

Winter vacation School will be closed for winter vacation, 18th, 19th and 22th of October 2018. The school office is also closed during this time. School begins again on tuesday October 23th, according to scheduele.

Álfheimar og Hraunheimar (frístundaheimili) (After School Activity Center) lokað á vetrarleyfisdögum - Closed during winter vacation.

 

Myndband: Þemaverkefni í unglingadeild, haust 2018, náttúrufræði og listir 

 

Prenta | Netfang

Góð gjöf til skólans

Spil gjof 2 hs
Bræðurnir og nemendur í Hólabrekkuskóla, þeir Bjarki Valur Ólafsson, Arnar Óli Ólafsson og Egill Orri Ólafsson, komu færandi hendi, og gáfu skólanum gjöf, ný íslensk spil.  Um er að ræða spilið Save ÍSLENSKA, sem mun nýtast vel í íslenskukennslu. Við þökkum bræðrunum góða gjöf, og erum sannfærð um að þau muni koma að góðum notum.

Lesa >>

Prenta | Netfang