Fimmtudagurinn 21. september 2017

Skólasetning haust 2017

leaf clip art 35
Skólasetning verður þriðjudaginn 22. ágúst 2017

kl. 09:00   2. - 5. bekkur
kl. 11:00   6. - 10. bekkur

Eftir skólasetningu í hátíðarsal skólans fara nemendur með umsjónarkennara í sínar heimastofur. Nemendur í 1. bekk verða boðaðir sérstaklega í viðtöl með foreldrum sínum 22. og 23. ágúst.

Kennsla nemenda í 2. - 10. bekk hefst samkvæmt stundaskrá miðvikudaginn 23. ágúst. Kennsla nemenda í 1. bekk hefst samkvæmt stundaskrá fimmtudaginn 24. ágúst.

Skólastjóri.

Prenta | Netfang

Sumarkveðja 2017

IMG 1417 10064 800 600 80
Starfsfólk skólans þakkar nemendum og foreldrum þeirra ánægjulegt samstarf á liðnu skólaári og óskar öllum ánægjuríks og gleðilegs sumarleyfis.
Skrifstofa skólans er lokuð frá 26. júní en opnar aftur miðvikudaginn 9. ágúst.
Skólasetning skólaársins 2017-2018 verður
þriðjudaginn 22. ágúst.

Gagnalistar fyrir skólaárið 2017-2018
smelltu hér

 

Prenta | Netfang

Útskrift 10. bekkinga, vor 2017

Miðvikudaginn 7. júní 2017 voru 10. bekkingar útskrifaðir frá skólanum við hátíðlega athöfn. Nemendur mættu ásamt fjölskyldum sínum og skólastarfsmönnum kl. 18.00 í hátíðarsal skólans. Alls útskrifuðust 35 nemendur, 21 piltur og 14 stúlkur. Athöfnin hófst á ávarpi og ræðu skólastjóra sem bauð alla viðstadda velkomna, kynnti dagskrá kvöldsins og þakkaði nemendum og foreldrum samstarfið. Nemendur fengu afhentan vitnisburð sinn ásamt góðum framtíðaróskum.

19024653 10213481279684913 884977790 o 11532 800 600 80   
Myndir frá útskriftinni má sjá hér.

Lesa >>

Prenta | Netfang