Mánudagurinn 20. nóvember 2017

Foreldra- og nemendasamtöl og samstarfsdagur

Fimmtudaginn 5. október 2017 eru foreldra- og nemendasamtöl eins og fram kemur á skóladagatali og foreldrar hafa fengið boð um. Engin kennsla er þann dag. Álfheimar og Hraunheimar (frístundaheimili) verða opin allan daginn fyrir þau börn sem þar dvelja.

Föstudaginn 6. október 2017 verður samstarfsdagur samkvæmt skóladagatali. Þá fellur niður öll kennsla. Álfheimar og Hraunheimar (frístundaheimili) verða opin allan daginn fyrir þau börn sem þar dvelja.

Kennsla hefst aftur samkvæmt stundaskrá mánudaginn 9. október 2017.

Prenta | Netfang

Forvarnardagurinn 2017 -Tökum þátt

Forseti Islands mynd1 1
Mynd: KKH, Smelltu á myndina til að stækka, sjá fleiri myndir hér

Forvarnardagurinn - Tökum þátt, var haldinn í dag, miðvikudaginn 4. október 2017. Í tilefni dagsins heimsótti forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson okkur í Hólabrekkuskóla ásamt góðum gestum. Nemendur í 2. bekk tóku á móti forsetanum með fánaveifum. Forsetinn ávarpaði nemendur 9. bekkjar á sal og ræddi við þau mikilvægi forvarna og svaraði fjölmörgum spurningum nemenda. Á fundinum tóku einnig til máls Marta Magnúsdóttir, skátahöfðingi og Líney Rut Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri ÍSÍ. Hólmfríður G. Guðjónsdóttir, skólastjóri ávarpaði gesti og kynnti góðar niðurstöður, könnunar Rannsóknar og greiningar fyrir Hólabrekkuskóla varðandi vímuefnanotkun unglinga í 8. - 10. bekk. Til hamingju með árangurinn og til hamingju með daginn. 

Prenta | Netfang

Útivist og hreyfing

Val utivist 2017
Nemendur í valfaginu útivist og hreyfing fóru í bæjarferð, mánudaginn 2. október 2017, og skoðuðu styttur og skúlptúra bæjarins með kennurum sínum. Nemendur sýndu viðfagnsefninu mikinn áhuga.

Lesa >>

Prenta | Netfang