Miðvikudagurinn 21. febrúar 2018

Samvinna Kóder.is og Hólabrekkuskóla

 

20180115 092159

Í dag hófst samvinnuverkefni milli Kóder.is og Hólabrekkuskóla sem gengur út á að starfsfólk Kóder aðstoði skólann við kennslu í forritun. Verkefnið er hluti af styrk sem aðilarnir fengu úr Sprotasjóði. Verkefnið verður í gangi fram yfir páska og fá allir nemendur frá 1. bekk og upp í 8. bekk kennslu í forritun. Yngri börnin fá kennslu í notkun á Scratch forritun á meðan þau eldri fá að auki kennslu í Python forritunarmálinu. 

Prenta | Netfang

Tilkynning frá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins, fimmtudaginn 11. janúar 2018

Tilkynning frá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins

Komiði sæl,

Við munum virkja tillögu 3, sökum appelsínugulrar viðvörunnar Veðurstofunnar. Spáð er suðaustan 18 – 25 m/s á svæðinu á milli kl 16:30 og 19:30. Sjá http://www.vedur.is/vidvaranir

Foreldrar eru hvattir til að fylgja börnum úr skóla/ frístund eða á milli staða eftir þörfum. Frístundir og skólahald fellur ekki niður.

 
Tilkynning 3, síðdegis

Veður hefur versnað á höfuðborgarsvæðinu og eru foreldrar og forráðamenn beðnir að sækja börn sín í lok skóla eða frístundastarfs. Börn eru óhult í skóla og frístundastarfi þar til þau verða sótt. Hér er átt við börn yngri en 12 ára.

Nánari upplýsingar eru á shs.is og á Facebook-síðu Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins bs.

 

Announcement 3, in the afternoon 

In the afternoon if the weather worsens during school and after-school programs.

The weather conditions in the Reykjavik area has deteriorated and parents and guardians, of children younger than 12,are asked to pick up their children at the end of the school day or afterschool programs.

Further information on shs.is and on Facebook (Slökkvilið and lögreglu höfuðborgarsvæðisins)

 

Prenta | Netfang

Appelsínugul viðvörun í efri byggðum

Appelsínugul viðvörun vegna veðurs á höfuðborgarsvæðinu og er því tilkynning 2 virkjuð.

Tilkynning 2

Veður getur seinkað ferðum nemenda til skóla. Skólar eru opnir, en mikilvægt er að foreldrar gæti þess að yngri börn fari ekki ein í skóla, þetta á sérstaklega við í efribyggðum og þar sem börn þurfa að fara yfir opin svæði á leið sinni í skóla.

Með yngri börn er hér átt við 12 ára og yngra.

Nánari upplýsingar eru á Facebook-síðu Slökkviliðs og lögreglu höfuðborgarsvæðisins bs.“

Enska

Announcement 2. In the morning because of bad weather.

Due to weather conditions, disruptions in school services may be expected today. Schools are open but parents and guardians are asked to escort children younger than 12 years to school. This especially concerns children living in upper areas that need to cross open spaces on their way to school.

Further information on Facebook („Slökkvilið and lögreglu höfuðborgarsvæðisins“)

 

Prenta | Netfang