Skip to content

Upplestrarkeppnin í Reykjavík 2023 – 3. sæti

Úrslit Stóru upplestrarkeppninnar í Breiðholti fór fram í Fella- og Hólakirkju, miðvikudaginn 15. mars 2023. Fulltrúar Hólabrekkuskóla þau Kristín Birna Sigurjónsdóttir og Haukur Jón Hallgrímsson stóðu sig frábærlega enda hafa þau æft af kappi síðastliðnar vikur og tekið tilsögn og ráðleggingum afar vel. Við óskum þeim innilega til hamingju með frábæran árangur og þá sérstaklega Hauki Jóni sem hreppti þriðja sætið og var sannarlega vel að því kominn.

Nemandi okkar í 8. bekk og sigurvegari keppninnar í fyrra, Magnús Gíslason, kynnti textahöfunda og lesefni keppninnar af mikilli prýði.