Skip to content

Dagur íslenskrar tungu, 16. nóvember 2022

Dagur íslenskrar tungu var haldinn hátíðlegur á sal skólans, miðvikudaginn 16. nóvember. Kórinn flutti lög, árgangar voru með atriði og við fræddumst um Jónas Hallgrímsson náttúrufræðing, skáld og nýyrðasmið.

Á bókasafni skólans bjuggum við til risa íslenska tungu og söfnuðum orðum í anda Jónasar.

Nemendur skólans völdu orð sem þeim þykir fallegt, skrítið, skemmtilegt, minnistætt eða er í uppáhaldi og skrifuðu á miða. Aftan á miðann skrifuðum þau útskýringu á orðinu eða ástæðu fyrir vali. Orð sem þau völdu voru til dæmis; mamma, risaeðla, ryksuga, mörgæs, hnjúkaþeyr og grís. Að sjálfsögðu var þar einnig að finna lengsta orðið í íslensku:

vaðlaheiðarvegavinnuverkfærageymsluskúraútidyralyklakippuhringur“