Skip to content

Minnum á að fylgjast með veðurspánni í dag, 25. janúar 2022 – APPELSÍNUGUL VIÐVÖRUN

APPELSÍNUGUL VIÐVÖRUN – sjá frétt á vedur.is hér.

Foreldrar meta hvort börn þurfi fylgd úr skóla.

Í dag þriðjudaginn 25. janúar er útlit fyrir vont veður á höfuðborgarsvæðinu.  Foreldrar eru beðnir að gæta að börnum sínum á leið í og úr skóla. Á höfuðborgarsvæðinu á veðrið að verða mjög slæmt í dag og ekki lægja fyrr en í kvöld. Sjá frétt á vef vedur.is hér.

Disruptions to school and- extracurricular activities. English

Zakłócenie zajęć szkolnych i świetlicowych. Polski

Tilmæli um viðbrögð foreldra / forráðamanna barna í skólum og frístundastarfi. SHS hefur verið falið af sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu fylgjast með veðri og veðurspám og senda út tilkynningar ef á þarf að halda, eftir atvikum í samráði við lögreglu og fræðsluyfirvöld.

Ábyrgð foreldra / forráðamanna

Mikilvægt er að foreldrar og forráðamenn, hér eftir nefndir forsjáraðilar, fylgist vel með fréttum af veðri, veðurspám og öðrum tilmælum frá yfirvöldum sem gætu haft áhrif á skóla- og frístundastarf barna og bregðist við í samræmi við aðstæður hverju sinni. Veðurfar og aðstæður geta verið mismunandi eftir hverfum og breyst skjótt með ófyrirséðum hætti.

Mikilvægt er að fólk fari ekki af stað til skóla eða vinnu ef það treystir sér ekki eða er vanbúið til farar, t.d. ef bifreið er ekki búin til vetraraksturs.

Sjá meira hér.