Skip to content

Lýðræðishátíðin, Fundur fólksins í Norræna húsinu, 3. september 2021

Hólabrekkuskóli er vinaskóli Norræna hússins og  hér má sjá myndir og frétt frá lýðræðishátíðinni Fundur fólksins.

Nemendum í  7. bekkjar árgangi Hólabrekkuskóla var boðið á lýðræðishátíðina Fundur fólksins sem fór fram þann 3. september í Norræna húsinu.

Frá hátíðínni:

Tilgangur fundarins er að skapa vandaðan vettvang þar sem boðið er til samtals milli almennings, stjórnmálamanna og frjálsra félagasamtaka, þar sem lýðræði og opin skoðanaskipti eru leiðarstefið.

Markmiðið er að gefa ungu fólki aukna möguleika á lýðræðislegri þátttöku með samræðum við ólíka aðila. Þannig getur hátíðin verið vettvangur sem skapar möguleika á skoðanaskiptum, skoðanamyndunum, nýrri þekkingu og áhuga á nýjum viðfangsefnum. Sjá nánar hér.

Sjá nánar hér.