Skip to content

Disney klúbbur í Hólabrekkuskóla

Nú á vordögum hófum við lestur og vinnu í Disney klúbbi. Nemendur áttu að lesa Disney-bækur og vinna verkefni sem þeim fylgja.

Allir nemendur í 2. – 7. bekk máttu taka þátt. Klúbburinn fór vel af stað, en verkefnin reyndust yngri nemendum of erfið. Verkefnin voru t. d. að finna andheiti, gera hugarkort, orðaglímur, stigbeygja lýsingarorð, skrifa úrdrátt og margt fleira. Krakkarnir fengu smá glaðning eftir að hafa lesið 5, 10 og 20 bækur. Einnig fengu nemendur lukkumiða eftir lestur og vinnu með hverja bók. Alls voru lesnar og unnið með 118 bækur. Nú í byrjun júní dró svo Hólmfríður úr lukkumiðunum. Upp úr kassanum kom nafnið Emily Ósk Yaa Idu í bekk 61. Hástökkvari klúbbsins var Karen Quynh Anh Mac í bekk 61. Hún las 33 bækur og vann öll verkefnin óaðfinnanlega.

Fá þær báðar smá glaðning fyrir þátttökuna.  Aðrar stelpur í bekknum lásu margar á milli 10 og 20 bækur.