Skip to content

Tækni 21. aldarinnar í símalausum skóla

Snillismiðja Hólabrekkuskóla byggir upprunalega á hugmyndafræði sem kallast Fab Lab (Fabrication Laboratory) erlendis og felur í sér aðgang að sérhæfðu rými sem inniheldur fjölbreyttan búnað fyrir nýsköpun. Markmið okkar í Hólabrekkuskóla er að þróa þessa hugmynd í átt að skapandi námssamfélagi með aðkomu nemenda, kennara og annarra skólastarfsmanna. Við skilgreinum starfsemi okkar í þrjú svið; forritun/tæki, margmiðlun og nýsköpun, ásamt áherslu á upplýsinga- og tæknimennt. Hólabrekkuskóli býr yfir fjölbreyttum tækjabúnaði til kennslu og mannauði með mikilli sérþekkingu.