Skip to content

Sumarlestur 2020

Lestur til árangurs💐

Lesfimipróf Menntamálastofnunar sýna að nemendur í Hólabrekkuskóla hafa náð góðum lestrarárangri og stefnum við á að halda áfram á sömu braut og ná enn betri árangri næsta skólaár.

Nemendur hafa tekið góðum framförum í lestri en það er sameiginlegur árangur þjálfunar hjá nemendum okkar í skólanum, heima og árangursríkum kennsluaðferðum kennara.  Nemendur hafa tekið skref upp á við sama hvar sem þeir eru staddir í lestrarferlinu.

Til þess að svo megi verða þá biðlum við til ykkar kæru foreldrar að lesa með börnunum / unglingunum ykkar því það hefur sýnt sig að sumarlestur skiptir miklu máli til að viðhalda þeirri lestrarfærni sem komin er.

Við minnum því á sumarlestur í fríinu og hlökkum til að uppskera í haust. Uppskeruhátíð í ágúst:  Allir sem lesa 3x í viku og skila heimalestri fá viðurkenningu við hátíðlega athöfn á sal í skólabyrjun.

Við látum hér fylgja með heimalesturshefti hér og kynning á heimalestri hér.