Skip to content

Barnamenningarhátíð 2020

Uppskerutónleikar 2020

Þriðjudaginn 26. maí ætlum við að hafa litla uppskerutónleika eftir tónmenntastarf vetrarins. Þessir tónleikar eru hluti af Barnamenningarhátíð 2020. Þeir verða sendir út í beinu streymi á Facebooksíðu Barnamenningarhátíðar í Reykjavík. Allur 3. bekkur syngur kl. 9:15, 4. bekkur kl. 10:00 og 5. bekkur kl. 10:45. Tengil á streymið finnið þið sem sagt á Facebook – Barnamenningarhátíð í Reykjavík.  Slóðin er hér: https://www.facebook.com/Barnamenningarhatid.i.Reykjavik/?eid=ARDcDjbUL4eCqfryPL-xJetRUHfgATDbUZDBhYJEhMfhcBgJL1PtTGqM0fAXih50fe5q5aDRDVHr3rdThttps://www.facebook.com/events/178549436846588/?active_tab=about

Flutt verður tónlist tveggja íslenskra kventónskálda/-textahöfunda, þeirra Báru Grímsdóttur (1960) og Hildigunnar Halldórsdóttur (1912-1992). Flytjendur eru nemendur 3., 4. og 5. bekkjar Hólabrekkuskóla, samtals um 180 börn. Krakkarnir syngja undir stjórn Þórunnar Elínar Pétursdóttur tónmenntakennara, við undirleik nemenda og kennara frá Tónskóla Sigursveins, þeirra Bjargeyjar Birgisdóttur, Sigursveins Magnússonar og Ólafar Sigursveinsdóttur. Bjargey mun einnig leika Sicilienne eftir Marie Theresie von Paradis (1753-1824). Þriðji bekkur syngur kl. 9:15, 4. bekkur kl. 10 og 5. bekkur kl. 10:45. Tónleikarnir eru samstarfsverkefni Hólabrekkuskóla, Tónskóla Sigursveins og Fella- og Hólakirkju. Þessi viðburður er hluti af Barnamenningarhátíð 2020.