Skip to content

Bréf til foreldra, 17. mars 2020 / Fyrirkomulag skólahalds

Áríðandi póstur frá Hólabrekkuskóla, sjá slóð á bréf, hér

Kæru foreldrar nemenda í Hólabrekkuskóla,

Í þessum pósti fáið þið upplýsingar um fyrirkomulag skólahalds á meðan samkomubann er í gildi.

Nemendur mæta annan hvern dag í skólann – A hópur og B hópur

 • Nemendur mæta stundvíslega fyrir framan sinn inngang og fara einnig út um þá í lok dags.
  • Inngangar: 1.- 4. bekkur, 5. bekkur, 6. og 7. bekkur og 8. – 10. bekkur.
  • Þegar nemendur eru komnir verður inngöngum læst.
 • Hver bekkur verður í sinni heimastofu.
 • Það verður ekkert skólamötuneyti starfandi.
 • Allir nemendur koma með hollt og gott nesti en nemendur í 1. – 4. bekk koma líka með hádegishressingu. Nemendur hafa ekki aðgang að örbylgjuofnum og/eða grillum og verða að koma með mataráhöld/hnífapör að heiman.
 • Nemendur fara ekki í list- og verkgreinar, skólasund eða íþróttir.
 • Frímínútur verða ekki með hefðbundnu sniði en nemendur í 1. – 7. bekk fara í skipulagða útivist/útikennslu.
 • Nemendur í 1. – 4. bekk sem eru í frístund (Álfheimum/Hraunheimum) verða sóttir í sínar heimastofur kl. 12:00 af frístundastarfsmönnum. Frístundin mun svo greina frá sinni starfsemi.
 • Foreldrar mega ekki koma í skólann og allar gestakomur takmarkaðar við nauðsynleg erindi.
 • Foreldrar geta skráð fjarvistir/leyfi fyrir börn sín í Mentor eða hafa samband við skrifstofu skólans í síma 411-7550.