Skip to content

10. bekkingar í Breiðholti

Föstudaginn 17. janúar síðastliðinn komu allir 10. bekkingar í Breiðholtinu saman í íþróttahúsinu Austurbergi þar sem búið var að setja saman skemmtilega dagskrá fyrir hópinn. Þetta var samstarfsverkefni allra grunnskóla og félagsmiðstöðva í Breiðholtinu með aðkomu ÍR, lögreglunnar og Þjónustumiðstöðvar Breiðholts. Pálmar Ragnarsson hélt skemmtilegan fyrirlestur um jákvæð samskipti þar sem hann talaði um það hvernig við getum náð því besta úr fólkinu í kringum okkur með góðum samskiptum.

Að fyrirlestrinum loknum stýrði Logi Vígþórsson, kennari, skemmtilegum dansi og hópefli þar sem nemendur og starfsfólk ásamt lögreglu tóku sporið. Að dagskrá lokinni var nemendum boðið í pizzuveislu. Dagurinn var einstaklega vel heppnaður og voru nemendur sér og skólanum sínum til sóma.