Skip to content

Gul viðvörun í gildi frá kl. 15:00 í dag, þriðjudaginn 7. janúar 2020

Eftirfarandi fyrirmæli koma frá almannavarnarnefnd höfðuborgarsvæðisins:

„Undirstrikað er að þetta tekur gildi frá kl. 15 í dag og á við um börn yngri en 12 ára. Skólalok hjá nemendum í 1.-7. bekk eru í langflestum tilvikum fyrir kl. 14.30 og því ætti heimferð þeirra að vera með hefðbundnum hætti.  Langflest börn í 1.-4. bekk taka þátt í starfi frístundaheimila að skóladegi loknum og eiga því ekki að ganga heim að þeirri starfsemi lokinni heldur eiga foreldrar að sækja þau á venjubundnum tíma.  Starfsfólk frístundaheimila og skólahljómsveita er beðið um að tryggja að börn haldi ekki heim á leið án fylgdar foreldra.“

Kennslu í unglingadeild lýkur kl. 14:30 þá er öllu skólahaldi lokið.