Skip to content

Endurskinsmerki og umferðaröryggi

Endurskinsmerki á öllum allan daginn!

Nú þegar myrkur er skollið á á morgnana er mikilvægt að minna á mikilvægi endurskinsmerkja. Foreldrar eru hvattir til að setja endurskinsmerki á fatnað barna sinna. Þá er ekki síður mikilvægt að foreldrar noti þennan sjálfsagða og einfalda öryggisbúnað sér einnig til verndar.

Sjáum til þess að börnin beri ALLTAF endurskinsmerki!

Umferð í nágrenni skólans er mikil. Við biðjum ykkur um að láta börn ykkar ganga í skólann og draga þannig úr bílaumferð og slysahættu við skólann. Brýnum fyrir börnunum að fara gætilega í umferðinni og vera með endurskinsmerki alltaf.

Munum endurskinsmerkin!