Skip to content

Vika uppbyggilegra samskipta, 4. – 8. nóvember 2019

Gleðivika, vika uppbyggilegra samskipta.

Áhersla verður lögð á vináttu og jákvæðni og hvernig við viljum hafa samskiptin innan skólans.
Gaman væri ef allir kæmu í einhverju tengdu litaþema vikunnar, sjá mynd.
Litaþema: Regnboginn – Allir mega vera eins og þeir vilja! „Vertu regnbogi í skýi einhvers annars“

Við ætlum að hafa þessa viku „Gleðiviku“ og því verður litaþema alla dagana. Þemað okkar tengist regnboganum því í Hólabrekkuskóla mega allir vera eins og þeir eru og við viljum öll vera regnbogi í skýi einhvers annars

Föstudagurinn 8. nóvember er baráttudagur gegn einelti og í ár ætlum við að leggja áherslu á það sem er jákvætt og hvernig við viljum hafa hlutina og vinna með sjálfa vináttuna.