Skip to content

Fræðslufyrirlestur um rafrettur, mánudaginn 4. nóvember, kl. 20:00

Foreldrafélögin í Breiðholti standa fyrir fræðslufyrirlestri um rafrettur mánudaginn 4. nóvember næstkomandi, kl. 20:00 í sal Breiðholtsskóla.  Fyrirlesturinn er opinn öllum. Björg Eyþórsdóttir, hjúkrunarfræðingur og mastersnemi í heilbrigðisvísindum við Háskólann á Akureyri, fræðir áhugasama um skaðsemi og áhættu sem fylgir notkun rafretta.