Skip to content

Aðalfundur foreldrafélags Hólabrekkuskóla, mánudaginn 23. september kl. 19:30

Aðalfundur foreldrafélags Hólabrekkuskóla verður haldinn mánudaginn 23. september nk. kl. 19:30 í sal skólans. Á dagskrá eru hefðbundin aðalfundarstörf:
1. Skýrsla stjórnar
2. Ársreikningur skólaársins
3. Kosning stjórnarmanna
4. Kosning skoðunarmanns reikninga
5. Ákvörðun félagsgjalds
6. Önnur mál

Að loknum aðalfundi ætlar Arna Skúladóttir, svefnráðgjafi, að fræða okkur um mikilvægi svefns fyrir börn og unglinga. Fyrirlestur sem snertir alla foreldra.

Við viljum hvetja foreldra til að mæta á aðalfundinn og kynna sér starfsemi foreldrafélagsins. Einhverjir stjórnarmenn ganga úr stjórn og því væri gaman að fá áhugasama foreldra til að bætast í hópinn. Starfið er gefandi og eflir tengsl við skólann og aðra foreldra. Framboð óskast send á foreldrafelag.holabrekkuskoli@gmail.com eða á fundinum sjálfum.

Léttar veitingar í boði!

Hlökkum til að sjá sem flesta.

Kær kveðja,
Stjórn Foreldrafélags Hólabrekkuskóla