Skip to content

Allir brosa á sama tungumáli

Hólabrekkuskóli og Fellaskóli hafa ákveðið að leiða af stað þróunarverkefni með það að leiðarljósi að efla orðaforða og þekkingu nemenda á skipulagðan hátt. Verkefnið heitir „Allir brosa á sama tungumáli“. Lögð verður áhersla á markvissa orðaforðakennslu þar sem ákveðin orðaþemu eru til grundvallar. Hvert þema varir í tvær vikur og er unnið með viðkomandi hugtök á fjölbreyttan hátt.

Þannig viljum við stuðla að markvissri uppbyggingu orðaforða nemenda.