Skip to content

1. bekkur, fyrstu dagar

Kátir nemendur í 1. bekk

Hólabrekkuskóli var settur fimmtudaginn 22. ágúst síðastliðinn og þar með hófst 46. starfsár skólans.  Það voru kátir nemendur sem stigu fyrstu skref sinnar skólagöngu mánudaginn 26. ágúst. Eins og sjá má á myndinni skín eftirvæntingin úr augum barnanna og ljóst að framundan eru spennandi og skemmtilegir tímar og við hlökkum til samstarfsins í vetur, skólaárið 2019-2020.