Mánudagurinn 19. febrúar 2018

Vetrarleyfi - Winter vacation, 15. - 16. febrúar 2018

Vetrarleyfi Hólabrekkuskóla verður fimmtudaginn 15. febrúar og  föstudaginn 16. febrúar. Kennsla hefst aftur samkvæmt stundaskrá mánudaginn 19. febrúar.

Winter vacation School will be closed for winter vacation, 15th and 16th of February 2018. The school office is also closed during this time. School begins again on monday February 19th, according to scheduele.

Álfheimar og Hraunheimar (frístundaheimili) (After School Activity Center) lokað á vetrarleyfisdögum - Closed during winter vacation.

 

Prenta | Netfang

Öskudagur 2018

Öskudagur í Hólabrekkuskóla frá kl. 8:30 – 12:00, miðvikudagur 14. febrúar 2018.

Nemendur mæta kl. 8:30 í sínar heimastofur til umsjónarkennara. Þeir nemendur sem vilja geta klætt sig í búninga/furðuföt/náttföt og allir gera sig tilbúna fyrir góðan dag. Kennarar kynna skipulag dagsins fyrir nemendum.

Klukkan 9 hefst stöðvarvinna. Frjálst val – nemendur velja sér stöðvar og mega flakka á milli.

Boðið verður upp á: öskupokagerð, andlitsmálningu, dansleik, spil, borðspil, hatta og grímugerð, listaverkagerð, skák, yndislestur, teikning og litamyndir, söng, dans, origami, leikir og þrautir og vöfflubakstur.

Boðið verður upp á gæslu í skólanum fyrir börn sem eru í Álfheimum og Hraunheimum þar til þeirra starfsemi hefst. Í boði verður að spila, teikna, lesa, perla, leika o.fl.

Af gefnu tilefni viljum við taka fram að það er alls ekki nauðsynlegt fyrir börnin að mæta í búningum og minnum á að náttföt og furðuflíkur teljast fullgildir búningar.

Með góðri kveðju og ósk um að dagurinn verði nemendum ánægjulegur, starfsfólk Hólabrekkuskóla.

Prenta | Netfang

Snjallborgin Reykjavík

Skólinn fór í samvinnu við fyrirtæki sem er að skoða snjallborgir. Verkefnið fólst í að kanna hvaða hugmyndir nemendur í Hólabrekkuskóla hefðu um framtíðarborgina og teikna myndir sem hægt væri að nota í kynningarefni um verkefnið. Í stuttu máli eru hugmyndir þeirra talsvert á skjön við það sem fullorðna fólkinu finnst oft, en borgarlína (í ýmsum myndum) á alveg upp á pallborðið hjá þeim. Neðanjarðar lestarkerfi var t.d. mjög skemmtileg hugmynd, sem byggði á því að ef að farartækin væri neðanjarðar þá væru krakkarnir óhulltir á yfirborðinu. Einnig var skemmtileg hugmyndin um vélmennin sem sæju um að þrífa borgina en hefðu líka það hlutverk að hjálpa ferðamönnum að rata um borgina. 

Myndbandið er að finna hér

 

 

 

Prenta | Netfang