Sunnudagurinn 19. nóvember 2017

Íslenskuverðlaun unga fólksins 2017

Isl mynd1 hs
Mynd: Nemendur okkar þau Helga Björg Þorsteindóttir, Mehmed Ari Veselaj og Ásthildur Bærings Snæbjörnsdóttir með verðlaunin sín, ásamt Hólmfríði G. Guðjónsdóttur, skólastjóra, Katrínu Kristinsdóttur, íslenskukennara, Hönnu Júlíu Kristjánsdóttur, umsjónarkennara, Helgu Olsen, umsjónarkennara og Lovísu G. Ólafsdóttur, aðstoðarskólastjóra. Sjá frétt af vef Reykjavíkurborgar hér.

Íslenskuverðlaun unga fólksins í bókmenntaborginni Reykjavík voru afhent í ellefta sinn á Degi íslenskrar tungu miðvikudaginn 16. nóvember síðastliðinn og fór athöfnin fram í Norðurljósasal Hörpu. Sextíu og fimm grunnskólanemar tóku við Íslenskuverðlaunum að þessu sinni og óskum við þeim öllum til hamingju með verðlaunin.

Isl mynd2
Mynd: Nemendur okkar með frú Vigdísi Finnbogadóttur, forseta Íslands 1980-1996 og verndara verðlaunanna

Ásthildur Bærings Snæbjörnsdóttir fyrir einstakan áhuga á lestri og bókmenntum og framúrskarandi árangur í lestri þrátt fyrir ungan aldur.

Helga Björg Þorsteindóttir fyrir að hafa góð tök á öllum þáttum íslenskunnar og sérstaklega næman skilning á bókmenntum.

Mehmet ARi Veselaj fyrir ritun sem skartar orðum sem glæða frásagnir hans lífi og gera þær litríkar og skemmtilegar.

Verndari verðlaunanna, frú Vigdís Finnbogadóttir fyrrverandi forseti Íslands, flutti ávarp við athöfnina og afhenti stoltum grunnskólanemendum verðlaunin sín. Íslenskuverðlaununum sem er úthlutað árlega í tilefni af Degi íslenskrar tungu er ætlað að auka áhuga grunnskólanema í Reykjavík á íslenskri tungu og hvetja þá til framfara í tjáningu í töluðu og rituðu máli.

Prenta | Netfang

Umferðaröryggi og endurskinsmerki

Endurskinsmerki á öllum!

Nú þegar skammdegið er skollið á þykir rétt að minna á mikilvægi endurskinsmerkja. Foreldrar eru hvattir til að setja endurskinsmerki á fatnað barna sinna. Þá er ekki síður mikilvægt að foreldrar noti þennan sjálfsagða og einfalda öryggisbúnað sér einnig til verndar. Sjáum til þess að börnin beri alltaf endurskinsmerki!

Umferð í nágrenni skólans er mikil. Við biðjum ykkur um að láta börn ykkar ganga í skólann og draga þannig úr bílaumferð og slysahættu við skólann. Brýnum fyrir börnunum að fara gætilega í umferðinni.

Tveir starfsmenn skólans sinna gangbrautarvörslu á þeim tímum sem vænta má að flestir nemendur skólans séu á leið til skóla og þegar mesta umferðin er. Forráðamenn sem fylgja börnum sínum eru beðnir um að vera þeim góð fyrirmynd með því að ganga á gangstéttum og gangbrautum.

Það er öryggisatriði að foreldrar/forráðamenn hleypi ekki börnum sínum út við Suðurhóla, hvorki við gangbraut né annars staðar þegar þeim er ekið í skólann á morgnana. Vinsamlegast notið bílastæði beggja vegna götunnar. - Allt fyrir öryggið!

 

Prenta | Netfang

Öndvegisbúðir, 6. bekkur

Ondv mynd1
Nemendur í 6. bekkjum allra skóla í Breiðholti: Breiðholtsskóla, Fellaskóla, Hólabrekkuskóla, Seljaskóla og Ölduselsskóla tóku þátt í Öndvegisbúðum í skólunum, dagana 14. - 15. nóvember 2017. Við í Hólabrekkuskóla buðum upp á margmiðlun, forritun og sköpun sem allt tengdist mismunandi notkun á tölvum. Nemendur bjuggu til vefsíður, prentuðu út í þrívíddarprentaranum, kóðuðu með Micro bit tölvunum, tóku þátt í verkefninu Klukkustund kóðunar og lærðu á tvíundarkerfi (binary numbers).

Ondv mynd2

Prenta | Netfang