Fimmtudagurinn 13. desember 2018

Jólabingó 2018

Jólabingó verður haldið í Hólabrekkuskóla, föstudaginn 14. desember kl. 17:00.

Bingo
Fjöldi glæsilegra vinninga. Eitt spjald á kr. 300,- tvö spjöld á kr. 500,-

Sjoppan verður opin, nammi, gos og girnilegar pizzur.

Allur ágóði af bingóinu rennur í sjóð útskriftarferðar 10. bekkjar vorið 2019.

Prenta | Netfang

Jólahúfudagurinn 2018

s l640
Hinn árlegi jólahúfudagur í Hólabrekkuskóla verður haldinn hátíðlegur miðvikudaginn 12. desember 2018. Samvera verður á sal og allir mæta með jólahúfu í tilefni dagsins. Einnig verða úrslit í piparkökuhúsakeppninni kunngjörð.

Prenta | Netfang

Jólaföndur/Christmas crafting

English below

images

Kæru foreldrar/forráðamenn.

Hið árlega jólaföndur foreldrafélagsins verður haldið í sal Hólabrekkuskóla laugardaginn 1. desember kl. 10-13. Boðið verður upp á alls konar föndur á viðráðanlegu verði en athugið að eingöngu verður hægt að greiða með peningum - ENGINN posi á staðnum. Gott er að koma með eitthvað til að taka föndrið með heim, box, kassa eða poka.
 
Nemendur úr 10. bekk verða með veitingasölu. Allur ágóði veitingasölunnar rennur í ferðasjóð þeirra.

Athugið að þetta er fjölskylduviðburður og því VERÐA börnin að koma í fylgd með fullorðnum. Ef barn kemur eftirlitslaust verður það sent heim til að sækja ábyrgðaraðila.

Mætum með jólaskapið og eigum notalega stund með börnunum í upphafi aðventu.

Kveðja,
stjórnin

Lesa >>

Prenta | Netfang