Laugardagurinn 24. júní 2017

Sumarkveðja 2017

IMG 1417 10064 800 600 80
Starfsfólk skólans þakkar nemendum og foreldrum þeirra ánægjulegt samstarf á liðnu skólaári og óskar öllum ánægjuríks og gleðilegs sumarleyfis.
Skrifstofa skólans er lokuð frá 26. júní en opnar aftur þriðjudaginn 9. ágúst.
Skólasetning skólaársins 2017-2018 verður
þriðjudaginn 22. ágúst.

Gagnalistar fyrir skólaárið 2017-2018
smelltu hér

 

Prenta | Netfang

Útskrift 10. bekkinga, vor 2017

Miðvikudaginn 7. júní 2017 voru 10. bekkingar útskrifaðir frá skólanum við hátíðlega athöfn. Nemendur mættu ásamt fjölskyldum sínum og skólastarfsmönnum kl. 18.00 í hátíðarsal skólans. Alls útskrifuðust 35 nemendur, 21 piltur og 14 stúlkur. Athöfnin hófst á ávarpi og ræðu skólastjóra sem bauð alla viðstadda velkomna, kynnti dagskrá kvöldsins og þakkaði nemendum og foreldrum samstarfið. Nemendur fengu afhentan vitnisburð sinn ásamt góðum framtíðaróskum.

19024653 10213481279684913 884977790 o 11532 800 600 80   
Myndir frá útskriftinni má sjá hér.

Lesa >>

Prenta | Netfang

Nemendaverðlaun skóla- og frístundaráðs 2017

Nemendaverðlaun skóla- og frístundaráðs voru afhent við hátíðlega athöfn í Laugalækjarskóla 29. maí 2017. Þrjátíu og þrír nemendur fengu viðurkenningu fyrir að skara fram út í námi, virkni í skóla- og félagsstarfi og aðra frábæra frammistöðu á tilteknu sviði skólastarfs.
 
Sjá frétt á vef Reykjavíkurborgar hér.

Dunja
Hólabrekkuskóli tilnefndi Dunju Dagnýju Minic, nemanda í 3. bekk, fyrir framúrskarandi námsárangur, mikla virkni í frístundum og góða frammistöðu í íþróttum.

Lesa >>

Prenta | Netfang