Sunnudagurinn 14. febrúar 2016

Alþjóðlegi netöryggisdagurinn

Í dag er hinn árlegi alþjóðlegi netöryggisdagur. Að því tilefni er ekki úr vegi að velta fyrir sér netnotkun barna og fullorðinna. Foreldrar eiga að vera vel vakandi fyrir netnotkun barna sinna ekki síður en þeir passa hvert börn fara utan heimilis, hverja þeir umgangast og hvernig efni þeir meðhöndla. Það sem ekki má í raunheimum, má heldur ekki á internetinu. Það er þó erfiðara að hafa yfirsýn yfir það þar, en alls ekki minna mikilvægt.
SAFT logo
Saft reglurnar eru á síðunni http://www.saft.is/godar-netvenjur/ og hvetjum við alla til að fara vel yfir þetta með börnunum sínum. Á heimasíðu Saft er líka námefni fyrir börn á öllum aldri þar sem netöryggi er kennt.

Prenta | Senda grein

Öskudagur í Hólabrekkuskóla

2016 oskudagur auglysing2016 2
Öskudagur í Hólabrekkuskóla
frá kl. 8:30 – 12:00, miðvikudagur 10. febrúar 2016.
Öskudagur í Breiðholti, sjá auglýsingu hér.

Nemendur mæta kl. 8:30 í sínar heimastofur til umsjónarkennara. Þeir nemendur sem vilja geta klætt sig í búninga/furðuföt/náttföt og allir gera sig tilbúna fyrir góðan dag. Kennarar kynna skipulag dagsins fyrir nemendum.

Eftir frímínútur hefst stöðvavinna. Frjálst val – nemendur velja sér stöðvar og mega flakka á milli. Meðal annars verður boðið upp á spurningakeppni, hatta- og grímugerð, öskupokagerð, Vinaliðadans, andlitsmálningu, þrautir og keppnir, diskó, yoga og slökun, spil, skartgripagerð, yndislestur og teikningu. Klukkan 11:20/11:30 verður matur. Öllum verður boðið upp á pylsur og drykk. Að dagskrá lokinni fara nemendur heim.

Boðið verður upp á gæslu í skólanum fyrir börn sem eru í Álfheimum og Hraunheimum þar til þeirra starfsemi hefst. Í boði verður að spila, teikna, lesa, perla, leika o.fl.

Af gefnu tilefni viljum við taka fram að það er alls ekki nauðsynlegt fyrir börnin að mæta í búningum og minnum á að náttföt og furðuflíkur teljast fullgildir búningar.

Með góðri kveðju og ósk um að dagurinn verði nemendum ánægjulegur, starfsfólk Hólabrekkuskóla.

Prenta | Senda grein