Miðvikudagurinn 26. nóvember 2014

postur-1

netnam-1

mentor-1

myndir-1

Gaman í frímínútum

Í frímínútum mánudaginn 24. nóvember var óvenju mikið um að vera. Við fengum borgarstjóra og foreldra í heimsókn. Borgarstjórinn tók þátt í leikjum, þar á meðal töfrakassanum sem er nokkuð flókinn og tókst honum að skora eitt mark. Fleiri foreldrar voru liðtækir meðal annars í kubb og eltingaleik og a.m.k. ein mamma hljóp um skólalóðina sem bófi. Sá leikur sem var einna vinsælastur var að kasta í dollur og þar borgaði sig greinilega að endurnýta það sem til fellur í skólanum. Því dollurnar komu úr mötuneytinu. Í þessum leik þurfa foreldrarnir að æfa sig meira því nemendurnir voru betri en nokkuð jafn var á milli nemenda og foreldra í kubb. Sápukúlur svifu yfir skólalóðina á meðan frímínútunum stóð.

mynd VL
Borgarstjórinn með vinaliðum og fleiri nemendum

 Prenta  Netfang

Góð gjöf frá Styrktarfélagi barna með einhverfu

mynd gjof adhd 2014

Föstudaginn 21. nóvember síðastliðinn var skólanum gefin góð gjöf frá Styrktarfélagi barna með einhverfu, um er að ræða sérkennslugögn, kúlusessur og heyrnahlífar, fyrir börn með einhverfu á yngsta stigi grunnskóla. Það voru þau Ásta Sigurðardóttir og Jón Eggert Hallsson sem afhentu skólanum gjöfina. 

Lesa meira...

 Prenta  Netfang

Gjöf frá Íþrótta- og ólympíusambandinu

ibr mynd
Í dag 20. nóvember fékk Hólabrekkuskóli viðurkenningarskjal og góða gjöf frá Íþrótta- og ólympíusambandi Íslands fyrir þátttöku í Göngum í skólann verkefninu. Gjöfin var dót sem mun nýtast í sundkennslu skólans. Við þökkum góða gjöf.

 Prenta  Netfang