Þriðjudagurinn 24. maí 2016

Nemendaverðlaun skóla- og frístundaráðs 2016

Nemendaverðlaun skóla- og frístundaráðs voru afhent í 14. sinn við hátíðlega athöfn í Vættaskóla, mánudaginn 23. maí 2016. Sjá frétt á vef Reykjavíkurborgar hér.
 
Hólabrekkuskóli tilnefndi Ísak Richards, nemanda í 10. bekk, fyrir metnað, frábært viðmót, leiðtogahæfileika og samvinnu.  
mynd5 nemendaverdlaun2016
Mynd: Ísak Richards með verðlaunin sín

Nemendaverðlaunin eru veitt þeim grunnskólanemum sem skarað hafa fram úr í námi, félagsfærni, samskiptafærni, nýsköpun, tæknimennt og virkni í félagsstarfi eða hafa sýnt frábæra frammistöðu á tilteknu sviði skólastarfsins. Verðlaunin eru í formi viðurkenningarskjals og bókar. 32 nemendur úr 4. - 10. bekk tóku við verðlaunum að þessu sinni fyrir að vera góðar fyrirmyndir á mörgum sviðum. 

Lesa meira

Prenta | Netfang

7 punda sjóbirtingur

mynd heimasida
Í dag mánudaginn 23. maí fóru 4. bekkingar ásamt kennurum sínum niður á höfn að dorga. Í þessari bráðskemmtilegu náms- og skemmtiferð veiddist meðal annars þessi risa sjóbirtingur og margir kolar.

Prenta | Netfang

Skólakynning, myndir

mynd heimsokn 5 ara2016
Mynd frá 1. heimsóknardegi 5 ára barna, 19. maí 2016.

Skólakynning fyrir foreldra 5 ára barna var haldin fimmtudaginn 19. maí síðastliðinn. Sjá myndir hér

Prenta | Netfang