Þriðjudagurinn 3. maí 2016

7. bekkur í Reykjaskóla

Nemendur 7. bekkjar verða þessa viku, 2 - 6. maí 2016, í Skólabúðunum í Reykjaskóla. Þau lögðu af stað snemma morguns, mánudaginn 2. maí, ásamt kennurum sínum. Ferðalagið gekk mjög vel og börnin byrjuðu strax að taka þátt í skipulagðri dagskrá. Við hlökkum til að hitta þau aftur í vikulok, sannfærð um að þau munu koma heim með góðar og skemmtilegar minningar frá dvölinni. 

mynd reykir 2016
Mynd: KKH. Mikil tilhlökkun að fara skólabúðir

Heimasíða skólabúðanna:www.skolabudir.is

Facebook síða skólabúðanna sjá hér

Prenta | Netfang

GERT verkefnið

GERT mynd2minni1
Þann 7. apríl hlaut Hólabrekkuskóli viðurkenningu fyrir þátttöku í GERT verkefninu skólaárið 2015-2016. GERT stendur fyrir: Grunnmenntun efld í raunvísindum og tækni og er samstarfsverkefni Sambands íslenskra sveitarfélaga, Samtaka iðnaðarins og Mennta- og menningarmálaráðuneytis. Markmið verkefnisins er að auka áhuga grunnskólanemenda á raunvísindum og tækni ásamt því að kynna fyrir þeim verk- og iðnmenntum og störfum sem því tengjast. Alls eru tólf skólar sem taka þátt í verkefninu.

Nám á nýjum nótum

Lesa meira

Prenta | Netfang

Vísindasafn Háskóla Íslands

5 b visindasafnid
Fimmti bekkur hefur að undanförnu heimsótt Vísindasafn Háskóla Íslands. Heimsóknin var bæði fróðleg og skemmtileg og gaman að sjá hvað krakkarnir eru fróð um jarðfræði og vísindi.

Sjá fleiri myndir hér.

Prenta | Netfang