Sunnudagurinn 22. janúar 2017

Þorradagur 2017

ÞORRADAGUR, 20. JANÚAR 2017
Mynd thorrrinn

Sjá myndir frá þorradegi hér.
Samkvæmt gamalli hefð höldum við upp á þorrann föstudaginn 20. janúar 2017 í Hólabrekkuskóla. Því hvetjum við alla til að mæta í einhverju þjóðlegu, t.d. lopapeysu, ullarsokkum, með svuntu, hyrnu, lopahúfu og fléttum hárið. Þeir sem eiga íslenskan búning ættu að nota tækifærið og klæða sig uppá.

Prenta | Netfang

Umferðaröryggi

Umferð í nágrenni skólans er mikil. Við biðjum ykkur um að láta börn ykkar ganga í skólann og draga þannig úr bílaumferð og slysahættu við skólann. Brýnum fyrir börnunum að fara gætilega í umferðinni. Sjáum til þess að þau beri alltaf endurskinsmerki!

Tveir starfsmenn skólans sinna gangbrautarvörslu á þeim tímum sem vænta má að flestir nemendur skólans séu á leið til skóla og þegar mesta umferðin er. Forráðamenn sem fylgja börnum sínum eru beðnir um að vera þeim góð fyrirmynd með því að ganga á gangstéttum og gangbrautum.

Það er öryggisatriði að foreldrar/forráðamenn hleypi ekki börnum sínum út við Suðurhóla, hvorki við gangbraut né annars staðar þegar þeim er ekið í skólann á morgnana.
Vinsamlegast notið bílastæði beggja vegna götunnar. - Allt fyrir öryggið!

Prenta | Netfang