Bangsadagurinn á mánudaginn Skoða sem PDF skjal Prenta Senda tengil

Við höldum upp á bangsadaginnmánudaginn 27. október næstkomandi,
allir að mæta með uppáhaldsbangsann sinn í skólann.

TeddyBear_3

Alþjóðlegi bangsadagurinn verður haldinn  hátíðlegur víða um heim, mánudaginn 27.október næstkomandi. Bangsadagurinn fellur ár hvert á fæðingardag Theodore "Teddy" Roosevelt, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna. Af því tilefni viljum við hvetja alla foreldra til að minna börn sín á að koma með uppáhalds bansann sinn í skólann á mánudaginn. Einnig viljum við hvetja nemendur til að skrifa bangsasögur og þau yngstu til að teikna fallega bangsamynd og skila á bókasafn skólans fyrir lok október mánaðar.

 
Vetrarleyfi 17. - 21. október 2014 Skoða sem PDF skjal Prenta Senda tengil

Vetrarleyfi Hólabrekkuskóla verður föstudaginn 17. október, mánudaginn 20. október og þriðjudaginn 21. október. Kennsla hefst aftur samkvæmt stundaskrá miðvikudaginn 22. október.

Álfheimar og Hraunheimar (frístundaheimili) lokað á vetrarleyfisdögum.

 
Evrópska forritunarvikan - foreldrar boðnir velkomnir Skoða sem PDF skjal Prenta Senda tengil

Í tilefni af Evrópsku forritunarvikunni (Code week) bjóðum við í Hólabrekkuskóla, foreldrum barna í 1.-7. bekk í heimsókn í skólann þegar börnin þeirra eru í forritunartíma.  Þau eru öll með fastan tíma í töflu og ef að foreldrar vita ekki alveg hvenær sá tími er, er hægt að fá upplýsingar um það hjá umsjónarkennara. Það voru nemendur sem fengu að velja á hvaða hátt við myndum taka þátt í verkefninu og því er þetta fyrirkomulag að þeirra ósk. Sé forritunartíminn á föstudaginn, þá er foreldrum þeirra barna boðið í heimsókn á föstudeginum í næstu viku.

 
<< Upphaf < Fyrri 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 Næsta > Endir >>

Síða 1 af 163