Mánudagurinn 26. janúar 2015

postur-1

netnam-1

mentor-1

myndir-1

Þorradagur, 23. janúar 2015

Picture13

Samkvæmt gamalli hefð höldum við upp á þorrann á morgun föstudaginn 23. janúar í Hólabrekkuskóla. Því hvetjum við alla til að mæta í einhverju þjóðlegu, t.d. lopapeysu, ullarsokkum, með svuntu, hyrnu, lopahúfu og fléttum hárið. Þeir sem eiga íslenskan búning ættu að nota tækifærið og klæða sig uppá.
Öllum verður boðið að smakka hefðbundinn þorramat í hádeginu.

 Prenta  Netfang

Fimmtudagsfræðslan

Opin fræðsla fyrir foreldra í Breiðholti annan hvorn fimmtudag.

Þjónustumiðstöð Breiðholts í samvinnu við Menntun Núna og Menningarmiðstöð Gerðubergs.

Ágætu foreldrar.
Hafið þið áhuga á að kynna ykkur styðjandi og árangursríkar leiðir í uppeldi? Er erfitt að fá börnin í háttinn á kvöldin, til að vakna á morgnana eða að læra heima?
Guðný Júlía Gústafsdóttir og Þuríður Sigurðardóttir, félagsráðgjafar frá Þjónustumiðstöð Breiðholts kynna styðjandi leiðir og aðferðir og kynna PMTO foreldranámskeið í Gerðubergi fimmtudaginn 15. janúar kl. 17.00-18.30. Boðið er upp á afþreyingu fyrir börnin á bókasafni á meðan á fræðslunni stendur.
logo breidholt

 Prenta  Netfang