Föstudagurinn 28. apríl 2017

Árshátíð 1. - 7. bekkur 2017

arsh2017 mynd
Vel heppnaðri árshátíð fyrir nemendur í 1. -7.  bekk lauk með hamborgaraveislu í hádeginu í dag, fimmtudaginn 27. apríl 2017. Er þetta í fyrsta skipti sem slík árshátíð er haldin og gekk hún vonum framar og nemendur ljómuðu. Árshátíðin var tvískipt; annars vegar hlaðborð og svo skemmtiatriði og ball á sal. Allir nemendur sameinuðust í því að setja upp hlaðborðið og skemmta sér í leikjum og samræðum lungann af morgninum. Við þökkum foreldrum fyrir yndislegar veitingar og fóru allir nemendur heim eftir skóladaginn í dag, saddir og sælir. Sjá fleiri myndir hér.

Prenta | Netfang

Umhverfisdagur í Hólabrekkuskóla

IMG 4378
Þriðjudaginn 25. apríl var umhverfisdagurinn haldinn hátíðlegur og var dagskrá í skólanum að því tilefni. Árgangar komu sér saman um efni sem þeir vildu fjalla um og fengum við aðstoð frá Umhverfisstofnun með upplýsingar og efni sem var notað. Það var misjafnt hvað árgangarnir völdu sér, en það var fjallað um umhverfið á ýmsan fróðlegan hátt og höfðu sumar kynningarnar svo mikil áhrif á nemendur að miklar umræður spruttu upp í kjölfarið og augljóst að nemendum var oft mikið um hvernig komið er fyrir jörðinni okkar og dýrunum. Þau eru öll sammála um að við getum gert svo miklu betur þegar kemur að umgengni við umhverfið og tala um að við ættum að keyra bílanna minna, hætta að höggva niður tréin, kaupa  minna af mat og fötum og öllum finnst að við þurfum að nota minna plast. Sumum finnst að við ættum að ganga svo langt að fá stjórnvöld til að banna plast og láta fólk frekar nota bréfpoka og endurvinna meira. Þetta var í heildina mjög vel heppnaður dagur og börn og fullorðnir mun fróðari um umhverfið.   Á myndinni er hópur nemenda úr 10. bekk sem ákvað að vinna í lausnum og þeir bjuggu til fjölnota poka sem hægt er að nýta í stað plastpokanna.

Prenta | Netfang

Árshátíð hjá 1. - 7. bekk

arsh2017
Fimmtudaginn 27. apríl 2017 er árshátíð hér í Hólabrekkuskóla hjá nemendum í  1. - 7. bekk. Til að gera þennan dag sem hátíðlegastan væri gaman ef allir nemendur myndu mæta í sparifötum og með smá veigar á hlaðborð. Það verður skemmtidagskrá á sal og diskótek að því loknu.

Prenta | Netfang