Föstudagurinn 6. mars 2015

Stóra upplestrarkeppnin

mynd upplestrarkeppnin7b2015
Smelltu á myndina til að stækka
Stóra upplestrarkeppnin í Hólabrekkuskóla fór fram á sal skólans í föstudaginn 27. febrúar.
Upplesarar stóðu sig frábærlega og fengu mikið hrós dómnefndar fyrir frammistöðu sína. Nemendur voru jákvæðir, fullir metnaðar til að standa sig og undirbjuggu sig vel. Valið var skiljanlega erfitt fyrir dómnefndina, en úrslitin voru þau að Karen b. 72 og Þór b. 71 sigruðu. Þriðji sigurvegarinn var Rakel b. 71 og mun hún verða varamaður í aðalkeppninni sem verður í Breiðholtskirkju 12. mars kl. 16:00-18:00.

 Prenta  Senda grein

Matreiðslukeppnin 2015

Picture1

Matreiðslukeppni Hólabrekkuskóla, fyrir nemendur í 8., 9. og 10. bekk, verður haldin fimmtudaginn 12. mars næstkomandi frá kl. 13-16. Skráning er hafin frá og með 27. febrúar og þarf að skrá sig til keppni fyrir miðvikudaginn 4. mars. Þrír keppendur eru í hverju liði. Skráning fer fram hjá Katrínu Kristínu Hallgrímsdóttur, skólaritara, netfang: This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.  og hjá Elsu Bjartmarsdóttur matreiðslukennara, netfang: This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. .

Lesa meira...

 Prenta  Senda grein

Álfheimar sigraði BGT 2015

Breiðholt Got Talent frístund er hæfileikakeppni frístundarheimilanna í Breiðholti. Alls taka 6 frístundaheimili þátt í keppninni. Haldnar eru undankeppnir í frístundaheimilunum og komast 2 atriði frá hverju heimili áfram í aðalkeppnina sem var haldin í Breiðholtsskóla 13. febrúar sl.
Það sýndi sig að í Breiðholti býr mikið af hæfileikaríkum krökkum og voru atriðin mjög fjölbreytt, það voru dans og tónlistaratriði af ýmsum toga.
Frá Álfheimum komu tvo rosalega flott atriði:
mynd breidholt got talent2015

Lesa meira...

 Prenta  Senda grein