Miðvikudagurinn 5. ágúst 2015

Sumarkveðja 2015

Starfsfólk skólans þakkar nemendum og foreldrum þeirra ánægjulegt samstarf á liðnu skólaári og óskar öllum ánægjuríks og gleðilegs sumarleyfis.

sumarkort_2012_fjolublatt

Skrifstofa skólans er lokuð frá þriðjudeginum 23. júní en opnar aftur miðvikudaginn 5. ágúst.

Skólasetning næsta skólaárs 2015-2016 verður mánudaginn 24. ágúst 2015. 

Innkaupalistar sjá hér

PrentaNetfang

Vinaliðakort

Kæru vinaliðar skólaárið 2014-2015
Kortin ykkar eru komin á skrifstofuna. Endilega látið aðra vinaliða vita og farið og sækið þau. Skrifstofan er opin til 22. júní.
Kveðja, Ragnheiður yfirvinaliði

large

PrentaNetfang

Breiðholt Festival

Bholtfest-posterfinal minnkad
Laugardaginn 13. júní, fer hátíðin Breiðholt Festival fram í fyrsta sinn. Hátíðin er gjaldfrjáls og öllum opin. Eins og nafnið gefur til kynna verður hátíðin í Breiðholti - í Seljahverfi nánar tiltekið - og er það von aðstandenda að sem flestir geri sér ferð til að njóta fjölda ókeypis viðburða. Allar upplýsingar eru á http://breidholtfestival.com og á facebooksíðu viðburðarins á http://facebook.com/breidholtfestival. Meðal þess sem er í boði er m.a. danssmiðja fyrir fólk á öllum aldri og hljómsveitarsmiðjuna Stelpur rokka sem er fyrir allar stelpur á aldrinum 12-16 ára. Mikill fjöldi frábærra listamanna kemur fram á viðburðinum sem einkennist af fjölbreytni og gleði.

PrentaNetfang