Föstudagurinn 4. september 2015

Hólabrekkuskóli Grunnskólameistari í frjálsíþróttum

Mynd 1
Nú í byrjun september var haldið grunnskólamót Reykjavíkur í frjálsíþróttum í Laugardalshöll. Mótið var fyrir 6. – 8. bekk og var þetta í fyrsta skipti sem mótið er haldið fyrir alla grunnskóla Reykjavíkur. Fyrirrennari þessa móts var Breiðholtsmótið í frjálsum sem ÍR hefur staðið að undanfarin ár og hefur verið haldið fyrir 4. – 7. bekk.
Að þessu sinni hafa Fjölnir og Ármann bæst í hópinn og mótið því mun stærra en áður. Hólabrekkuskóli hvatti nemendur og foreldra til þátttöku og erum við stolt af því að bera titilinn besti frálsíþróttaskóli Reykjavíkur 2015-2016. Eiga foreldrar og keppendur mikið hrós skilið fyrir að bregðast svona vel við kallinu en þess má geta að Hólabrekkuskóli var með flesta keppendur í mótinu.

Mynd 2
Til hamingju
Hólabrekkuskóli!

Lesa meira...

PrentaNetfang

Göngum í skólann

Hólabrekkuskóli tekur þátt í verkefninu Göngum í skólann.

Göngum í skólann verður hleypt af stokkunum í níunda sinn miðvikudaginn 9. september næstkomandi og lýkur formlega með alþjóðlega Göngum í skólann deginum miðvikudaginn 7. október 2015. Markmið verkefnisins er að hvetja börn til að tileinka sér virkan ferðamáta í og úr skóla og auka færni þeirra til að ferðast á öruggan hátt í umferðinni.

Gongum i skolann plakat haust 2015 1
smelltu á myndina til að stækka

 

PrentaNetfang