Laugardagurinn 10. október 2015

Veittur styrkur

Forritarar framt
Sjóðurinn Forritarar framtíðarinnar sem er samvinnuverkefni nokkurra fyrirtækja og stofnanna, hefur veitt Hólabrekkuskóla góðan styrk. Styrkurinn er í formi 15 tölva og forritunarkennslu fyrir kennara sem miðla svo kunnáttu sinni áfram til nemenda. 
Við erum auðvitað himinlifandi og hlökkum til að takast á við nýjar áskoranir. Sjá frétt hér.

PrentaSenda grein

Frammistöðumat

Frammistöðumat haust 2015. Ágætu foreldrar/forráðamenn, sjá bréf hér
233c3836-69a2-4d9a-94c6-6aec5b9eada3 180 101
Við viljum minna á að búið er að opna fyrir frammistöðumatið
. Frammistöðumat gefur aukna möguleika á samstarfi nemenda, foreldra og skóla við mat á stöðu og líðan nemenda. Frammistöðumat gerir foreldrafundi markvissari og eykur samvinnu milli heimilis og skóla.

Við óskum því eftir að þú/þið foreldrar/forráðamenn aðstoðið barn ykkar við að fylla út frammistöðumatið. Nánari útskýringar er að finna í bréfi í viðhengi.

Hérna fylgir slóð að myndbandi sem sýnir hvernig á að framkvæma frammistöðumatið: sjá myndbandið hér

PrentaSenda grein