Sumarkveðja 2014 Skoða sem PDF skjal Prenta Senda tengil

Starfsfólk skólans þakkar nemendum og forráðamönnum þeirra ánægjulegt 
samstarf á liðnu skólaári og óskar öllum ánægjuríks og gleðilegs sumarleyfis.
sumarkort_2012_fjolublatt 

Skrifstofa skólans er lokuð frá mánudeginum 23. júní
en opnar aftur þriðjudaginn 5. ágúst.

Skólasetning næsta skólaárs 2014-2015 verður föstudaginn 22. ágúst n.k.
Innkaupalistar sjá hér 

 
Útskrift 10. bekkinga 2014 Skoða sem PDF skjal Prenta Senda tengil

Þriðjudaginn 10. júní voru 10. bekkingar útskrifaðir frá skólanum við hátíðlega athöfn.
Nemendur mættu ásamt fjölskyldum sínum og skólastarfsmönnum kl. 20.00 í hátíðarsal skólans. Alls útskrifaðist 71 nemandi, 43 drengir og 28 stúlkur. 

Athöfnin hófst á ávarpi og ræðu skólastjóra sem bauð alla viðstadda velkomna, kynnti dagskrá kvöldsins og þakkaði nemendum og foreldrum samstarfið. Nemendur fengu afhentan vitnisburð sinn ásamt góðum framtíðaróskum.

rosin2013
Myndir frá útskriftinni má sjá hér.

Lesa meira...
 
Skólaslit vor 2014 Skoða sem PDF skjal Prenta Senda tengil

Hólabrekkuskóla verður slitið þriðjudaginn 10. júní 2014. Nemendur í 1. – 9. bekk mæta 10 mínútum fyrr í umsjónarstofu sína og ganga með umsjónarkennara í hátíðarsalinn. Þar verður dagskrá og eftir það fara nemendur með umsjónarkennaranum til stofu og taka við vitnisburðarblaði.

Þriðjudaginn 10. júní 2014 verða skólaslit sem hér segir:

1. – 4. bekkur kl. 09:00
5. – 9. bekkur kl. 11:00
10. bekkur kl. 20:00     

 
<< Upphaf < Fyrri 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 Næsta > Endir >>

Síða 1 af 156