Þriðjudagurinn 1. desember 2015

Óveður, röskun á skólastarfi

Óveður - Röskun á skólastarfi

ovedur
smelltu á myndina

Það er á ábyrgð foreldra að meta sjálfir hvort senda á barn í skólann í vonskuveðri eða þegar illviðri er í aðsigi. Við biðjum ykkur því að kynna ykkur meðfylgjandi leiðbeiningar og fylgjast vel með tilkynningum í útvarpi frá Almannavörnum á höfuðborgarsvæðinu um skólahald.  Skelli óveður á meðan kennsla stendur yfir er nauðsynlegt að foreldrar geri ráðstafanir til þess að sækja börnin. Þeir nemendur sem ekki hafa verið sóttir í skólalok verða látnir bíða í samkomusal skólans.

Tilmæli um viðbrögð foreldra við röskun á skólastarfi vegna óveðurs.

lesa meira hér.

 

Prenta | Senda grein

Jólahúfudagurinn

Hinn árlegi jólahúfudagur í Hólabrekkuskóla verður haldinn hátíðlegur þriðjudaginn 1. desember 2015. Samvera verður á sal og allir mæta með jólahúfu í tilefni dagsins.

Prenta | Senda grein

Jólaföndur 2015

Laugardaginn 28. nóvember næstkomandi verður árlegt jólaföndur í sal Hólabrekkuskóla milli klukkan 10-13. Við ætlum að eiga notalega stund saman, hlusta á jólatónlist og föndra fallegt og einfalt jólaskraut ásamt því að skreyta piparkökur.

rcjKyLR9i

Það verður posi á staðnum fyrir jólaföndrið.

10. bekkur verður með kökusölu og sjoppu til styrktar útskriftarferðar árgangsins á næsta ári.

Við hlökkum til að sjá ykkur í jólastuði! Stjórn foreldrafélagsins

Athugið að þetta er fjölskylduskemmtun og er ekki ætlast til að börnin komi ein.

Prenta | Senda grein