Vinavika 3. - 7. nóvember 2014 Skoða sem PDF skjal Prenta Senda tengil

Logo_gegn_einelti
Vinavika 3. -7. nóvember – Græni vinadagurinn


Vikan 3. – 7. nóvember verður tileinkuð vináttu og átaki gegn einelti. Við höfum fengið til samstarfs við okkur fyrirtæki og samtök í hverfinu sem ætla að taka þátt í þessu verkefni með okkur.
Margvísleg verkefni verða unnin alla dagana þar sem vinabekkir hittast og hjálpast að, fara með samfélagssáttmála og safna undirskriftum.
Föstudagurinn verður svo Græni vinadagurinn okkar. Þá ætla allir að mæta í einhverju grænu, syngja saman á sal og enda svo í skrúðgöngu um hverfið kl. 10:10.

Lesa meira...
 
Frammistöðumat Skoða sem PDF skjal Prenta Senda tengil

Frammistöðumat er nýr möguleiki í Mentor.is sem gefur aukna möguleika á samstarfi nemenda, foreldra og skóla við mat á stöðu og líðan nemenda. Matið fer fram á svæði nemenda á Mentor.is Vinsamlegast athugið að matið fer fram á lykilorði nemandans, en ekki foreldra. Foreldrar geta nálgast lykilorð barna sinna á fremsta flipa nemendaspjaldsins þegar þeir hafa skráð sig inn í kerfið. Sjá foreldrabréf.

 
Kartöfluupptaka Skoða sem PDF skjal Prenta Senda tengil

mynd_kartoflur_uppskera
„Síðast liðið vor settu nemendur 7. bekkja niður útsæði í garði skólans. Fimmtudaginn 9. október tóku þeir síðan kartöflurnar upp í blíðskaparveðri eins og meðfylgjandi myndir sýna. Þriðjudaginn 14. október kom síðan að uppskeruhátíð, en þá matreiddi heimilisfræðihópurinn uppskeruna á mismunandi vegu. Öllum var boðið að smakka og þótti hið mesta ljúfmeti."

Lesa meira...
 
<< Upphaf < Fyrri 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 Næsta > Endir >>

Síða 1 af 164