Föstudagurinn 22. maí 2015

Foreldraverðlaun Heimilis og skóla 2015

For­eldra­verðlaun Heim­il­is og skóla voru af­hent í 20. sinn, miðvikudaginn 20. maí 2015, við hátíðlega at­höfn í Safna­hús­inu við Hverf­is­götu, Anna Margrét Sigurðardóttir, formaður Heimilis og skóla, afhenti verðlaunin ásamt Gísla H. Guðlaugssyni, formanni dómnefndar. Mennta- og menningarmálaráðherra, Illugi Gunnarsson, forfallaðist því miður en aðstoðarmaður hans, Sigríður Hallgrímsdóttir, flutti ávarp fyrir hans hönd.

Hólabrekkuskóli tilnefndi Sigríður Björk Einarsdóttur til dugnarforksverðlaunanna, sem hún fékk og erum við afar stolt af Sigríði. Sigríður hefur m.a. unnið að því að efla samstarf foreldra innan skólans og stuðlað að samstarfsverkefnum nemenda á öllum skólastigum. Einnig hefur hún beitt sér fyrir bættu námsumhverfi barna með sérþarfir. „Það má ljóst vera að Sigríður Björk Einarsdóttir, er dugnaðarforkur. Hennar nálgun á skólastarfi einkennist af brennandi áhuga, dugnaði og eljusemi og hefur hún einstakt lag á því að fá fólk með sér til starfa og skapa jákvætt viðhorf til skólans“ segir í tilnefningu. Alls bárust 35 tilnefningar til verðlaunanna í ár, sjá tilnefningarnar hér.

 

sirry-ok2
Sig­ríður Björk Ein­ars­dótt­ir var val­in dugnaðarforkur Heim­il­is og skóla 2015. Hún er formaður for­eldra­fé­lags Hóla­brekku­skóla.

Mynd Sveinn tekur a moti verdlaunum 2015
Sigríður er erlendis að sinna doktorsnámi sínu og tók eiginmaður hennar, Sveinn G. Gunnarsson við verðlaununum í hennar stað. Hólabrekkuskóli færir Sigríði Björk innilegar hamingjuóskir.

Lesa meira...

 Prenta  Senda grein

Kepptu á Danish Junior Open

Hólabrekkuskóli er með mjög efnilega badmintonspilara á meðal nemenda okkar. Tvíburarnir Bjarni og Einar Sverrissynir sem eru nemendur í 9. bekk, hafa æft frá unga aldri og eru komnir í fremstu röð efnilegra spilara landsins. Þeir æfa með TBR og fóru nú nýverið í keppnisferð til Danmerkur og kepptu þar ásamt 5 öðrum íslendingum á stóru móti sem nefnist Danish Junior Open. Íslendingarnir stóðu sig með mikilli prýði og má lesa nánar um það í tenglinum sem fylgir með hér neðar á síðunni. Í stuttu máli var það þó þannig að Einar varð í 2. sæti í tvíliðaleik karla og sigraði svo í tvenndarleik. Hólabrekkuskóli er stoltur af árangri tvíburanna og mun fylgjast vel með árangri þeirra í framtíðinni. Þess má einnig geta að við skólann er starfrækt Badmintonval í unglingadeild sem hefur reynst geysivinsælt.

Sjá frétt á vef mbl.is

 Prenta  Senda grein

Nemendur í fyrsta bekk fengu gefins hjálma

mynd hjalmar4
Nemendur í fyrsta bekk fengu nýlega hjálma að gjöf frá Kiwanis. Um er að ræða árlegt verkefni sem ætlað er að auka öryggi barna. Hjálmarnir voru að þessu sinni allir bláir á lit. Hjúkrunarfræðingur skólans var með fræðslu fyrir börnin um notkun hjálma við notkun reiðhjóla, hlaupahjóla og bretta. Að fræðslunni lokinni afhentu kennarar fyrsta bekkjar börnunum hjálmana. Nú þegar vorið er komið eru mörg börn farin að koma á hjólum í skólann, og því mikilvægt að foreldrar tryggi að þau séu alltaf með hjálm þegar hjólað er.

 Prenta  Senda grein