Miðvikudagurinn 22. febrúar 2017

Foreldra- og nemendasamtöl og vetrarleyfi

Föstudaginn 17. febrúar 2017 eru foreldra- og nemendasamtöl eins og fram kemur á skóladagatali. Engin kennsla er þann dag. Álfheimar og Hraunheimar (frístundaheimili) verða opin allan daginn fyrir þau börn sem þar dvelja. Foreldrar eru beðnir um að kíkja á óskilamuni í sal skólans.

Vetrarleyfi Hólabrekkuskóla verður mánudaginn 20. febrúar og þriðjudaginn 21. febrúar. Álfheimar og Hraunheimar (frístundaheimili) lokað á vetrarleyfisdögum.

Kennsla hefst aftur samkvæmt stundaskrá miðvikudaginn 22. febrúar.

Prenta | Netfang

Óvættaför, 1. verðlaun

IMG 3165 verdlaun bokasafn 1
Í haust gerðum við tilraun á bókasafni skólans með nýtt lestrarverkefni tengt kennarinn.is og IÐNÚ. Það er lestur á 6 fyrstu bókunum Óvættaför sem IÐNÚ gefur út. Síðan þurfti að vinna fjölbreitt íslensku verkefni alls 28 blöð sem eru á vefnum kennarinn.is. Nokkrir nemendur í 5. og 6. bekk hófu lestur þar á meðal Wiktor Bartoszewski, nemandi í 6. bekk. Hann var sá eini sem kláraði öll verkefnin og var það talsverð áskorun fyrir hann þar sem íslenska er ekki hans móðurmál.

Í dag fékk hann svo viðurkenningu frá IÐNÚ fyrir frábæran árangur. Innilega til hamingju Wiktor.

Prenta | Netfang

Morgunverðarkynning í FB

FB mynd 4 1
Föstudaginn 10. febrúar ´17 bauð FB nemendum í 10. bekk til morgunverðarkynningar í skólanum. Þar var boðið upp á léttan morgunverð. Skólinn var kynntur, nemendafélagið sagði frá félagslífinu og að lokum gengu nemendur um skólann ásamt nokkrum eldri nemendum skólans. Við viljum þakka FB fyrir góðar móttökur.

Lesa >>

Prenta | Netfang